Síðasta vitnið að morðinu á Lincoln

Vídjó

Hinn 96 ára gamli Samuel J. Seymour, fæddur árið 1860, kom fram í bandaríska sjónvarpsþættinum I’ve Got a Secret árið 1956. Hann var þá eini eftirlifandi sjónarvotturinn að morðinu á forsetanum Abraham Lincoln í Ford-leikhúsinu hinn 14. apríl 1865, 91 ári áður.

 

Gamli maðurinn tók þátt í skemmtilegum leik þar sem aðrir gestir þáttarins giskuðu… [Lesa meira]

Fjögur stig grimmdarinnar

Fjögur stig grimmdarinnar er heiti á fjórum tréristumyndum eftir enska málarann William Hogarth, sem út komu árið 1751. Hogarth hafði fengið nóg af öllum þeim grimmdarverkum sem hann varð vitni að reglulega á götum úti í Lundúnum svo hann gaf myndirnar út til þess að vara landa sína við afleiðingum slíks siðleysis. Myndirnar voru prentaðar á ódýran pappír svo að… [Lesa meira]

Jólakveðja frá Adolf Hitler

Jólin árið 1944 voru síðustu jólin í Þýskalandi nasismans. Aðeins tæpi hálfu ári síðar hrundi ríki nasista til grunna þegar herir þess voru gersigraðir af Bandamönnum og foringinn Adolf Hitler framdi sjálfsmorð í loftvarnarbyrgi sínu í höfuðborginni Berlín.

 

En áróðursvél nasistaflokksins var enn í fullum gangi jólin 1944, þrátt fyrir að löngu ljóst væri orðið að Þýskaland myndi tapa síðari heimsstyrjöldinni… [Lesa meira]

Tívolístemning hjá Ku Klux Klan

Hér sjáum við meðlimi úr 21. klani hinna alræmdu kynþáttahatarasamtaka Ku Klux Klan skemmta sér konunglega í parísarhjóli í borginni Cañon City í Colorado í Bandaríkjunum. Ljósmyndin var tekin í apríl árið 1926 þegar öfgamönnunum ofbeldisfullu var boðið í tívolí í hverfinu Greenwood en tívolíhaldarinn var meðlimur í… [Lesa meira]

Hinsta kveðja Pascin

Skilaboðin á þessari hurð eru frá listmálaranum Julius Mordecai Pincas – eða Pascin, eins og hann kallaðist – til fyrrverandi unnustu sinnar. Hann skar á úlnliði sína og skrifaði kveðjuna með blóði sínu áður en hann hengdi… [Lesa meira]

Nasistagóss grafið djúpt í jörðu

Ljósmyndin sýnir gríðarleg auðæfi í formi gulls og peninga úr Reichsbank, seðlabanka Þýskalands, málverka úr söfnum í Berlín og þýfis, sem háttsettir nasistar og SS-liðar höfðu komið í felur. Bandarísk herdeild fann góssið í saltnámu í Merkers í Þýskalandi við stríðslok í apríl árið… [Lesa meira]

Tvíhöfða hundar, gleymdur vígvöllur kalda stríðsins

Fyrir nokkrum vikum sagði Lemúrinn frá sovéska lækninum Sergei Bryukhonenko og undarlegum tilraunum hans með afskorna hundshausa, sem leiddu til fyrstu hjarta- og lugnavélarinnar. Hundshausar Bryukhonenkos fönguðu athygli Evrópubúa, sem var sovéskum yfirvöldum mjög að skapi — þeim var mikilvægt að sýni yfirburði vísindamanna sinna á heimsvísu.

 

Annar liður í því starfi var leynileg rannsóknarstöð sem reist var fyrir utan Moskvu… [Lesa meira]

Kvalasjúka draugahúsið

Vídjó

Söguþráðurinn í hryllingsmyndinni Burnt Offerings frá 1976 er kunnuglegur. Fjölskylda dvelur í sannkölluðu draumahúsi, einhver staðar buskanum þar sem einangrunin kemur í veg fyrir að öskur þeirra heyrist.

 

Yndisleg dvöl fólksins í óðalinu er skyndilega rofin með hryllingi sem húsið sjálft virðist valda. Því þetta gamla og stóra óðal er í raun draugahús sem yngist með… [Lesa meira]

Setið í gulusýktu gubbgufubaði í þágu vísindanna

Í lok átjándu aldar kom upp mikill gulufaraldur í Fíladelfíu, sem þá var höfuðborg Bandaríkjanna, svo þúsundir manna létu lífið. Gula er skæður sjúkdómur sem veldur miklum uppköstum, blæðingu og lifrarskaða.

 

Nokkrum árum eftir að faraldurinn geisaði skráði ungur maður að nafni Stubbins Ffirth sig í læknisfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Ffirth hafði fylgst með gulunni leggja samfélagið í höfuðborginnin í… [Lesa meira]

Síðasta opinbera aftakan í Frakklandi

Opinberar aftökur voru stundaðar í Frakklandi allt fram til ársins 1939, enda voru þær helsta skemmtun þjóðarinnar í aldaraðir. Þann mikla heiður að taka þátt í síðustu opinberu aftökunni, að vísu nauðugur viljugur, fékk morðinginn og Þjóðverjinn Eugen Weidmann.

 

Hann hafði rænt og drepið bandarískan danskennara tveimur árum fyrr, og síðan tekið æði og drepið fimm manns í viðbót þegar upp… [Lesa meira]

Hryllilegi apinn og lamaði maðurinn

Vídjó

 

Hryllingsmyndin Monkey Shines sem hrollvekjumeistarinn George A. Romero gerði árið 1988 er ólík frægustu myndum hans (Night of the Living Dead og Dawn of the Dead) því í henni var ekki sagt frá uppvakningum.

 

Myndin fjallar um íþróttamanninn Alan Mann sem lamast í hörmulegu slysi og er fastur í hjólastól.

 

Vinur Alans er vísindamaður sem gerir… [Lesa meira]

Klæðskerinn sem hélt að hann gæti flogið

Þegar Aéro-Club de France tilkynnti um 10,000 franka verðlaun fyrir hönnun á fallhlíf sem myndi ekki vega meira en 25 kíló, var austurrísk-ættaði klæðskerinn Franz Reichelt eflaust ansi vongóður um möguleika sína. Hann hafði þegar hannað frumgerð að fallhlíf sem hann hafði prufukeyrt með því að henda dúkku fram af svölum á fimmtu hæð hússins þar sem hann bjó.

Vandamálið fólst… [Lesa meira]