Ljósmyndin sýnir gríðarleg auðæfi í formi gulls og peninga úr Reichsbank, seðlabanka Þýskalands, málverka úr söfnum í Berlín og þýfis, sem háttsettir nasistar og SS-liðar höfðu komið í felur. Bandarísk herdeild fann góssið í saltnámu í Merkers í Þýskalandi við stríðslok í apríl árið 1945.