„Fortíðin er framandi land (The past is a foreign country).“ Þetta eru upphafsorð skáldsögunnar The Go-Between frá 1953 eftir breska rithöfundinn L.P. Hartley og eru orðin að nokkurs konar málshætti. Því þessi snilldarlega en jafnframt einfalda setning fangar tilfinningar okkar þegar við hugsum um fortíðina.

 

Hér sjáum við ljósmyndir eftir meistara Magnús Ólafsson en myndir hans hafa margoft birst á Lemúrnum. Síðast sáum við ýmsar mannamyndir eftir hann sem teknar voru í Reykjavík fyrir öld síðan. Og hér sjáum við fleiri myndir frá sama tímabili. Þetta eru myndir frá um 1905-1915. Allflestar frá Reykjavík.

 

Það er undarlegt að sjá göturnar sem við göngum daglega á þessum myndum. Lækjargötu og miðbæinn. Tjörnina. Höfnina í Reykjavík. Þetta eru staðir sem við þekkjum svo vel. En hér birtast þeir eins og framandi land. Því Ísland fyrir 100 árum var allt annað land en það sem við þekkjum í dag. Þessi veruleiki er mjög framandi fyrir okkur.

 

Stórmerkilegur mynda­banki Magnúsar Ólafs­sonar er geymdur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Safnið er eitt fjöl­margra stofn­ana í heim­inum sem hlaðið hefur inn merki­legum gömlum ljós­myndum hjá Commons-​​verkefninu hjá vef­síð­unni Flickr. 

 

Það er mik­il­vægt að söfn miðli ger­sem­unum sem þau geyma og Lemúrinn fagnar í hvert skipti sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur hleður inn myndum á netið fyrir almenn­ing. Við minnum einnig á annað bráð­skemmti­legt verk­efni sama safns á net­inu, Ljósmynd vik­unnar.

 

Við hvetjum öll söfn og stofn­anir lands­ins sem geyma ljós­myndir sem hafa sögu­legt og menn­ing­ar­legt gildi að gera þær aðgengi­legar á sta­f­rænu formi. Landmælingar Íslands er dæmi um opin­bera stofnun sem nýlega fór þá leið.

 

Lækurinn og Lækjargata 2-14, 1905-1907

Lækurinn í Reykjavík og Lækjargata 2-14, 1905-1907.

 

MAO 402

„Hornsteinn að Vífilstaðaheilsuhæli lagður.“

 

MAO 319

Matthías Þórðarson handavinnukennari og fornminjavörður ásamt nemendum sínum á tröppum Barnaskólans í Reykjavík.

 

MAO 382

Bátur hlaðinn fólki við bryggju í Steinsvör, 1900-1910.

 

MAO 401

Gestir í Viðey, 15. júlí 1909.

 

MAO 869

Fólk á hestbaki árið 1911.

 

MAO 137

Fólk á skautum á Austurvelli árið 1913.

 

MAO 22

Austurstræti árið 1910.

 

MAO 468

„Gufukatli í Ullarverksmiðjuna Iðunni komið á land árið 1905.“

 

MAÓ 2323

Hafnargerð í Reykjavík, 1913-1917.

MAO 821

„Hans póstur blæs í lúður árið 1909.“

 

MAO 136

Þekkið þið þessa prúðbúnu menn sem hér sitja í Alþingisgarðinum árið 1913?

 

MAO 107

Ístaka á Tjörninni um 1909.

MAO 171

Skátar stilla sér upp með fótboltamönnum frá KR og FRAM á Melavelli árið 1913.

 

MAÓ ÁBS ST 74

Friðrik VIII, konungur Danmerkur og Íslands við Lækjartorg árið 1907.

 

MAÓ 73

Lagt upp í ferð með konungi.

 

MAO 65

Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur framan við Barnaskólann við Tjörnina 1902.

 

MAO 453

Reykjavíkurhöfn árið 1914.

 

MAO 746

Menn við Gullborinn í Vatnsmýrinni árið 1907.

 

MAÓ 200

Pósthússtræti og Austurvöllur um 1910-1912.

 

MAÓ 1606

Póstvagnar fara fram hjá Gasstöðinni við Hlemm um 1915.

 

MAO 70

Póstvagnar í Hafnarstræti um 1915.

 

MAÓ 511

Reipitog á Austurvelli, sennilega árið 1912.

 

MAÓ 927

Í Reykjavíkurhöfn árið 1910.

 

MAÓ 60

Séð vestur yfir Kvosina frá Bernhöftstorfu 1905-1907.

 

Séð vestur yfir Kvosina, 1904

Séð vestur yfir Kvosina, 1904.

 

MAO 503

Smjörhúsið í Hafnarstræti 22 um og eftir 1910.

 

MAÓ 203

Steinbryggjan í Reykjavík.

 

MAO 51

Vesturbakki Tjarnarinnar árið 1908.

 

MAO 111

Vesturgata 2 á árunum 1910-1915.

 

MAO 841

Vetrarstemming á Arnarhóli um 1916.

 

MAO 840

Vígsla Melavallar árið 1911.

 

MAO 436

Vonarstræti 10 árið 1910.

 

MAO 39

Yfirlitsmynd yfir Lækjargötu og Bernhöftstorfuna 1904-1905.