James Abram Garfield (1831 – 1881) var tuttugasti forseti bandaríkjanna, og einn af fjórum bandaríkjaforsetum sem myrtir voru í embætti. Það er hins vegar spurning hvort það hafi verið byssukúla morðingjans sem varð honum að bana, eða skelfileg vanhæfni skottulæknanna sem önnuðust hann í kjölfarið.
[Lesa meira]Minksmorðið í Grafningi: „Viðurstyggilegt að drepa dýr á þennan hátt“
Í septemberlok árið 1976 brá hópur saumakvenna úr Lystadún sér í „lystireisu“ í Grafninginn. Reisa kvennanna tók fljótt óvænta stefnu þegar kolsvartur minkur „spratt upp undan fótum þeirra“ og gerði þeim bylt við.
Við þetta virðist morðæði hafa runnið á saumakonurnar. Vísir lýsti aðförunum svo þann 23. september 1976:
„Þær tóku þó fljótt við sér og hlupu allar á eftir minknum, sem sá… [Lesa meira]
Idi Amin á skýlunni
Idi Amin var leiðtogi Afríkuríkisins Úganda á áttunda áratugnum. Valdatími hans var svartur kafli í sögu landsins því Idi Amin brytjaði niður stjórnarandstöðu með harðri hendi en á milli 100 til 500 þúsund manns létust vegna ógnarstjórnar hans. Sögusagnir um að hann hafi stundað mannát munu þó ekki á rökum reistar.
Kvikmyndin Last King of Scotland er byggð á… [Lesa meira]
Þrjú þúsund Ottómanar brenna við Sínópskaga
Orustan við Sinóp átti sér stað þann 30. nóvember 1853, í byrjun Krímstríðsins. Rússar og Ottómanar höfðu þá barist vikum saman á sjó og landi, en Ottóman-veldið, undir forystu Abdúl Mejid I, í hernaðarbandalagi við Bretland og Frakkland, ákvað að senda tólf skipa stórflota frá Istanbúl inn á Svartahaf til þess að verja skipaleiðirnar.
Rússneski Svartahafsflotinn í Sevastopol var undir stjórn Pavels… [Lesa meira]
Heinrich Himmler tekur blásýru
Hér sést nýlátinn einn valdamesti maður Þýskalands á tímum Þriðja ríkisins. Heinrich Luitpold Himmler var yfirmaður þýsku lögreglunnar, SS-sveitanna og Gestapó leyniþjónustunnar á árunum 1933-1945. Hann var einn af forsprökkum ,,endanlegu lausnarinnar“ og spilaði lykilhlutverk í kerfisbundinni tortímingu milljóna gyðinga, Róma-fólks, Pólverja, Rússa og annara hópa á tímum síðari heimsstyrjaldar.
Hitler treysti Himmler og talaði um hann sem ,,der treue Heinrich“. … [Lesa meira]
Japönsk mannæta gekk laus á Íslandi
„Hún er fallegasta kona sem ég hef nokkurntímann séð. Hávaxin, ljóshærð með skjannahvíta húð […] Eftir að hún fer get ég enn fundið lyktina af líkama hennar. Ég sleiki prjónana og diskana sem hún notaði. Ég finn bragðið af vörunum á henni. Ástríða mín er svo mikil. Mig langar til þess að borða hana. Ef ég borða hana verður hún… [Lesa meira]
Hungursneyð og mannát í Rússlandi árið 1921
Í Rússlandi árið 1921, á tímum borgarastríðsins milli rauðliða og hvítliða, braust út stórfelld hungursneyð í sunnanverðum hluta landsins. Ástandið mátti rekja til átaka borgarastríðsins, vanstjórnar bolsévika og uppskerubrests vorið 1921. Povolzhye-hungursneyðin svonefnda var ein sú allra versta í mannkynssögunni, en hún varð fimm milljón manns að bana á innan við tveimur árum.
Verst fór fyrir fátæka bændafólkinu á Volgusvæðinu við… [Lesa meira]
Á fylleríi með gat á bakinu og kramin eistu
Árið 1898 fann þýski skurðlæknirinn August Bier upp nýja leið til þess að deyfa sjúklinga sína: að sprauta kókaíni í mænuvökva þeirra. Tæknin var mikil framför við frumstæðar deyfingaraðferðir fyrri tíma og Bier prófaði hana á sex sjúklingum með ágætum árangri. En hversu vel virkaði deyfingin í raun? Bier vildi finna það á eigin skinni, svo að hann fékk aðstoðarmann sinn,… [Lesa meira]
Hitler ávarpar þýska þingið, 1939
Eftir að þinghúsið í Berlín var skemmt í hinum fræga bruna í febrúar 1933 flutti þýska þingið sig í aðalsal Kroll-óperuhúsins.
Þingið var þá alskipað nasistum, og hlutverk þingmanna aðallega að hlusta agndofa á ræður Adolfs Hitlers. Hér hylla þingmenn foringjann áður en hann stígur í pontu þann 28. apríl 1939.
Smellið á myndina til þess að stækka hana. Myndina tók Hugo… [Lesa meira]
Drengurinn sem þurfti að drekka eigið hland
Jules Renard var einn hinna frægu dagbókarhöfunda Frakklands á ofanverðri nítjándu öld. Dagbækurnar (journal) sem franskir höfundar gáfu út á þessum tíma voru mjög persónulegar og kepptust menn við að láta sem vandræðalegustu hluti flakka um eigið líf.
Jules Renard skrifaði með „villimannslegri hreinskilni sem fær lesandann til að skjálfa á beinunum,“ eins og breski rithöfundurinn W. Somerset Maugham sagði, en… [Lesa meira]
Er þetta Hitler?
Þessi mynd verður til sölu á safnarauppboði í Bandaríkjunum. Hún ku vera röntgenmynd af Hitler.
Bandaríski uppboðshaldarinn Alexander Historical Auctions selur ýmislegt glingur er tengist sögu hernaðar. Þar geta sögufróðir til dæmis keypt eiginhandaráritanir frægra leiðtoga úr sögunni.
Í næstu viku verða boðnir upp munir er tengjast sjálfum Adolf Hitler. Einn þeirra er vatnslitamálverk eftir einræðisherrann sem reyndi, eins og kunnugt… [Lesa meira]
Ungmenni á ökrum dauðans, þrælastríðið 1861-65
„Styrjöld er ósamrýmanleg heilbrigðri dómgreind og andlegu jafnvægi. Hún útheimtir uppskrúfað tilfinningalíf, brennandi áhuga fyrir eigin málstað og hatur í garð andstæðinganna.“
Þessi orð skrifaði austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig undir lok ævi sinnar. Hann hafði upplifað tvær heimsstyrjaldir.
Það er ekki auðvelt fyrir nútímamenn á friðsælum stöðum að ímynda sér hörmungar vígvallarins. En ljósmyndir aðstoða okkur við að ná að minnsta kosti… [Lesa meira]