Eftir að þinghúsið í Berlín var skemmt í hinum fræga bruna í febrúar 1933 flutti þýska þingið sig í aðalsal Kroll-óperuhúsins.

 

Þingið var þá alskipað nasistum, og hlutverk þingmanna aðallega að hlusta agndofa á ræður Adolfs Hitlers. Hér hylla þingmenn foringjann áður en hann stígur í pontu þann 28. apríl 1939.

 

Smellið á myndina til þess að stækka hana. Myndina tók Hugo Jaeger eins og fleiri litmyndir frá tímum þriðja ríkisins. Lemúrinn hefur einnig birt myndir hans af augnablikum úr einkalífi Hitlers.

 

Í fremstu röð til vinstri við hlið Hitlers eru (frá hægri) Rudolf Hess, Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra, Erich Raeder aðmíráll, Wilhelm Frick innanríkisráðherra, Joseph Goebbels áróðursmálaráðherra, Konstantin von Neurath ríkisverndari Bóhemíu og Móravíu.