Egypskur söngvahryllingur

Vídjó

Söngatriði úr einni af sárafáum egypskum hryllingsmyndum, Anyab (‘Vígtennur’) frá árinu 1981. Myndin, sem ku vera einhverskonar stæling á Rocky Horror Picture Show, fjallar um ungt par sem lendir í greipum sjálfs Drakúla. Það er einmitt Drakúla sem hér tekur lagið, leikinn af söngvaranum Ahmad… [Lesa meira]

Aldarafmæli Naguib Mahfouz, eina arabíska Nóbelsskáldsins

Í 110 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa bókmenntaverðlaunin aðeins einu sinni verið eitt arabískumælandi höfundi, þrátt fyrir stærð Arabaheimsins og ríka bókmenntahefð. Egyptinn Naguib Mahfouz fékk bókmenntaverðlaunin árið 1988. Mahfouz lést árið 2006 en hefði orðið hundrað ára þann 11. desember í ár.

 

Það kom mörgum á óvart þegar Mahfouz fékk Nóbelsverðlaunin enda var hann þá lítið þekktur á Vesturlöndum. Í íslenskum fjölmiðlum… [Lesa meira]

Afganistan handan fyrirsagnanna

 

Hvaða mynd hefur umheimurinn af Afganistan? Land þar sem ríkir endalaust stríð, mennirnir eru fúlskeggjaðir talíbanar og konurnar bláleitar búrkuþústir?

 

Þjóðverjinn Lukas Augustin bjó í Afganistan í tvö ár sem starfsmaður hjálparsamtaka og heillaðist bæði af náttúru landsins og þjóðinni sem þar býr.

 

Í sumar snéri hann aftur til Afganistans með kvikmyndavél og afraksturinn varð… [Lesa meira]

Loksins, arabískt We Are the World

Vídjó

Hvað getur sameinað Arabaheiminn á þessum síðustu og verstu tímum? Jú, að sjálfsögðu aðeins arabísk útgáfa af hinu ódauðlega poppmeistaraverki We Are the World.

 

Þar var bandaríski pródúsentinn Quincy Jones sem stóð fyrir útgáfu góðgerðalagsins vinsæla We Are the World með Michael Jackson og fleirum árið 1985. Hann hefur nú endurtekið leikinn með laginu Tomorrow / Bokra, sem… [Lesa meira]

Arabískt byltingarrapp

Samhliða mótmælahreyfingum sem sprottið hafa upp í löndum Arabaheimsins í ár hefur orðið sprenging í arabísku hipphoppi. Ný kynslóð rappara í Túnis, Egyptalandi, Líbýu og fleiri löndum hafa notfært sér internetið til þess að komast hjá ritskoðun, og sent frá sér hápólítisk lög gegn einræðisherrum og með byltingum.

 

 

Túniski rapparinn El Général setti þetta lag inn á YouTube í Nóvember 2010.… [Lesa meira]

Kirgiskir virtúósar leika á komuz

Vídjó

Hér er leikið á hefðbundið hljóðfæri Kirgisa – komuz – þriggja strengja lútu án þverbanda. Hún er afar létt og fyrirferðalítil, sem er dæmigert fyrir hljóðfæri hirðingjaþjóða. Einfaldleiki hljóðfærisins gefur þó virtúósunum á þessari upptöku færi á að leika alls kyns kúnstir með það, svo sem að slengja því skyndilega á axlir sér og… [Lesa meira]

Uppþotið mikla í Sýrlandi, 1925

Árið 1925 gerðu íbúar Sýrlands tilraun til byltingar gegn kúgun yfirvalda. Líkt og nú varð þetta kveikjan að miklum blóðsúthellingum á götum úti og eyðileggingu. Sýrland var þá nýlenda Frakka, og uppþotið sem braust út haustið 1925 oft kallað Drúsauppþotið mikla. Til þess að styrkja stöðu sína höfðu Frakkar reynt að brjóta niður gamalgróið vald Atrash-fjölskyldunnar meðal Drúsa í Sýrlandi.

 

Þetta vakti reiði Drúsasamfélagsins og í… [Lesa meira]

Lækaðu þetta myndband ef þú vilt að ég sé skotinn í hausinn

Vídjó

Að skipta sér af stjórnmálum í Pakistan getur verið lífshættulegt. Það kom því mörgum á óvart fyrr í haust þegar allt í einu dúkkaði upp popphljómsveit sem gagnrýnir og gerir stólpagrín að öllu heila klabbinu: trúarofstækismönnum, hernum, spilltum og hégómlegum stjórnmálamönnum, almenningi — allir fá að kenna á því.

 

Hljómsveitina Beygairat Brigade („Sæmdarlausa fylkingin“) skipa þrír… [Lesa meira]

Palestína lýsir yfir sjálfstæði

„Á þessum degi ólíkum öllum öðrum, 15. nóvember 1988, sem við stöndum við upphaf nýrrar dögunar, hneigjum við okkur af fullri hógværð og lítillæti fyrir heilögum öndum hinna föllnu, palestínskra og arabískra. Hreinleiki fórnar þeirra fyrir ættjörðina hefur lýst upp himinn okkar og gefið landinu líf.“

 

Á þessum degi fyrir 23 árum lýsti Yasser Arafat, formaður PLO, yfir sjálfstæði Palestínu á… [Lesa meira]

Landið sem enginn vill eiga

Í miðri Sahara-eyðimörkinni mætast Egyptaland og Súdan. Landamæri ríkjanna eiga rætur að rekja til árins 1899, þegar bæði féllu innan áhrifasvæðis Breska heimsveldisins. Bretar tóku að sér að marka skýr landamæri milli landsvæðanna tveggja og það gerðu þeir að sjálfsögðu á hinn sígilda máta nýlenduherrans: ráðfærðu sig hvorki við kóng né prest meðal innfæddra, heldur drógu einfaldlega línu eftir reglustiku… [Lesa meira]

Verður arabíska vorið að berbísku vori?

Berbar eru frumbyggjar Norður-Afríku. Löngu áður en herir múslima hófu innreið sína, og löngu áður en Rómverja lét sig dreyma um að nema land, var Norður-Afríka yfirráðasvæði þjóðar sem kallaði sig Amazigh („frjálsir menn‟), en við hin þekkjum sem Berba. Þeir voru hirðingjar og bændur og bjuggu við strendur Miðjarðarhafsins, í fjallgörðunum miklu í vestri og á söndum Sahara.

 

Eftir komu Araba til Norður-Afríku… [Lesa meira]

Með falda myndavél í Mekka

Vídjó

Hajj, hin árlega pílagrímsför múslima til helgu borganna Mekka og Medínu í Sádi-Arabíu, hófst í gær. Árlega taka að minnsta kosti þrjár milljónir manns þátt í þessum gríðarstóru hátíðarhöldum sem mynda hápunktinn á trúarlífi múslima.

 

Einungis múslimum er leyft að fara til Mekka, og borgin er þakin einskonar dulúðarljóma mörgum þeim sem munu aldrei fá að… [Lesa meira]