Vídjó

Söngatriði úr einni af sárafáum egypskum hryllingsmyndum, Anyab (‘Vígtennur’) frá árinu 1981. Myndin, sem ku vera einhverskonar stæling á Rocky Horror Picture Show, fjallar um ungt par sem lendir í greipum sjálfs Drakúla. Það er einmitt Drakúla sem hér tekur lagið, leikinn af söngvaranum Ahmad Adaweya.