Föstudaginn 15. ágúst 1969 hófst útihátíðin Woodstock Music Festival, á bóndabæ Max Yasgur í nágrenni við smábæinn Bethel í New York-ríki Bandaríkjanna. Skipuleggjendur hátíðarinnar bjuggust við um 200 þúsund gestum. Miðar kostuðu 18 dollara í forsölu og 24 dollara við hliðið, sem þótti nokkuð sanngjarnt fyrir þriggja daga hátíð þar sem 32 hljómsveitir og listamenn voru bókaðir.

Ekki leið þó á löngu uns hætt var að rukka inn. Fjöldinn varð talsvert meiri en skipuleggjendur bjuggust við, eða um 400 þúsund gestir að því að talið er. Hátíðin þótti hafa tekist vel miðað við aðstæður. Gestafjöldi og nokkuð rigningarveður setti allt úr skorðum og á tíma reynist erfitt að koma mat og drykkjarvörum til gesta. Mikil þolinmæði og auðmýkt fyrir aðstæðum einkenndi þó flesta gesti, sem voru upp til hópa friðelskandi ungmenni af hippakynslóðinni. Það var heldur ekki að kvarta undan úrvali listamanna sem komu fram, en þar má meðal annars minnast á Crosby, Stills, Nash & Young, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Sly & the Family Stone, Santana, Jefferson Airplane, Creedence Clearwater Revival og svo mætti lengi telja.
Gestafjöldinn setti þó það strik í reikninginn að tímaáætlanir stóðust illa. Ómögulegt var fyrir listamenn að komast að tónleikasvæðinu öðruvísi en á þyrlu, þar sem göturnar voru yfirfullar af bílum og rútum tónleikagesta. Jimi Hendrix, sem átti að spila á sunnudagskvöldi, spilaði til að mynda á mánudagsmorgni þegar sólin var að koma upp. Mjög rómantískt allt saman, en flestir sem voru á annað borð enn á hátíðinni, voru vissulega sofandi.


Heimildarmynd Michael Wadleigh frá 1970, sem bar einfaldlega titilinn Woodstock, jók síðan enn goðsögn hátíðarinnar. Myndin sló öll aðsóknarmet fyrir heimildarmyndir og hlaut þar að auki óskarsverðlaun sem besta heimildarmynd ársins og fékk tilnefningar fyrir besta hljóð og bestu klippingu. Tónlistin úr myndinni var gefin út á þrefaldri vínylplötu og fór hún þráðbeint í efsta sæti Billboard vinsældalistans fyrir breiðskífur.


Vídjó
VídjóHér má síðan sjá myndir frá þessari þriggja daga hátíð friðar og tónlistar.

Hátíðin var sett með hugleiðsluathöfn, áður en Richie Havens steig fyrstur listamanna á svið.
Max Yasgur, bóndinn sem var fús til að leigja jörð sína fyrir hátíðina, heilsar hátíðargestum með friðartákninu.
Jerry Garcia, gítarleikari Grateful Dead, skítnettur.
Ravi Shankar í stuði.
Blaðamenn reyndu að gera gott úr sínum aðstæðum.
Janis Joplin fær sér verðskuldaðan kampavínssopa.
Joe Cocker ásamt hljómsveit þegar sólin skein, sunnudagseftirmiðdegið 17. ágúst.
John Fogerty í Creedence Clearwater Revival. Þess má geta að CCR var fyrsta hljómsveitin sem var bókuð á hátíðina.
Það rigndi oft duglega á meðan hátíðinni stóð og jarðvegurinn varð að moldarsvaði.
Fjölmörg kannast við þessa mynd en hún var einmitt notuð á framhlið Woodstock-tónleikaplötunnar. Myndir er eftir Burk Uzzle og er af pari sem þá var nýbúið að kynnast, Bobbi Kelly og Nick Ercoline. Þau giftust árið 1971 og eru enn gift í dag.
Gætuð þið raddað þetta aðeins betur? Nei, ekki hægt. Graham Nash og David Crosby.
Melanie Safka sló í gegn á hátíðinni með einlægum flutningi.
Jimi Hendrix lék eldsnemma á mánudagsmorgni.


-via AllThingsInteresting