Vídjó

Árið 1979 flaug Zbigniew Brzezinski, öryggisráðgjafi Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, til Pakistan þar sem hann ávarpaði hóp af mujahideen skæruliðum á landamærunum við Afganistan: „Málstaður ykkar er réttur og Guð er með ykkur.“

 

Eins og kunn­ugt er nutu þessir íslamistar — þ.á.m. Osama bin Laden — stuðn­ings Bandaríkjanna, sem sendu þeim vopn og víg­búnað til þess að berjast gegn sovéska hernum í Afganistan á árunum 1979-1989.

 

Brzezinski iðrast einskis og telur að það hafi verið rétt ákvörðun að vopna íslamistana á sínum tíma. Í dag er hann einn af ráðgjöfum Barack Obama Bandaríkjaforseta.

 

Myndbrotið er fengið úr frábæru heimildarþáttaröðinni Cold War, sem Lemúrinn hefur áður fjallað um.