Ruslafólkið: þjóðflokkur sorphirðufólks í Kairó

Kairó, höfuðborg Egyptalands, er risavaxin stórborg þar sem hátt í tuttugu milljón manns heyja daglega sína lífsbaráttu. Í kjölfarið safnast upp mikið rusl, og sorðhirðumennirnir sem keyra um götur Kairó á ruslabílum sínum ráða ekki við nema rúman helming af öllu ruslinu.

 

Þrátt fyrir það helst borgin sæmilega snyrtileg. Um restina af ruslinu, hinn helminginn, sjá Zabbaleen. Zabbaleen (‘ruslafólkið’) er einskonar þjóðflokkur… [Lesa meira]

Ríkasta hyski í heimi: hin glæsilega valdaelíta Sádi-Arabíu

Ríkisfréttastofa Sádi-Arabíu birti nýlega þessa mynd af konungi landsins og bræðrum hans. Hér má sjá einhverja valdamestu menn í þessu forríka og íhaldsama konungsríki.

 

Stofnandi og fyrsti konungur Sádi-Arabíu, Abdul Aziz bin Saud, átti óteljandi syni. Saud lést árið 1953 en synirnir skrimta enn og fara saman með öll völd í ríkinu. Þessi mynd er tekin þann 19. október síðastliðinn, þegar Abdullah… [Lesa meira]

Málverk Saifs Gaddafís

Saif al-Islam Gaddafí, sonur Líbýuleiðtogans sáluga, er sem stendur einhverstaðar í Níger á flótta. Á velmektardögum föður hans sá Saif um almannatengsl líbýsku stjórnarinnar, en líkt og faðirinn (sem skrifaði smásögur) var hann listrænn og málaði málverk í gríð og erg. Málverk Saifs hafa af og til birts á sýningum á líbýskri list, aðallega í löndum sem voru hliðholl stjórnar… [Lesa meira]

“Ég er rödd ryksins og ruslsins”

Þegar mótmælaalda braust út eftir umdeildan sigur Mahmoud Ahmadinejads í forsetakosningum í Íran árið 2009, gerði meintur sigurvegari lítið úr mótmælendum og sagði þau ekkert nema “ryk og rusl”.

 

Íranski söngvarinn Mohammad Reza Shajarian stóð þá upp og sagði af ef fólkið væri ryk og rusl, þá væri hann rödd ryksins og ruslsins. Og yrði ávallt rödd ryksins og ruslsins.

 

Það getur… [Lesa meira]

Konungur Sádi-Arabíu dansar stríðsdans

Vídjó

Yfirvöld í guðveldinu Sádi-Arabíu hafa þungar áhyggjur af því að þegnar þeirra líti of mikið til Vesturlanda og rækti ekki hina hefðbundnu menningu Bedúína, eyðimerkurhirðingjanna sem meirihluti íbúa landsins á ættir til að rekja.

 

Ákváðu yfirvöld því að efna til hátíðar þar sem hirðingjamenningin yrði í hávegum höfð. Menningar- og þjóðararfshátíðin Janadriya hefur verið haldin… [Lesa meira]

Núbía, landið sem sökk

Aswan-stíflan á Níl var verkfræðilegt stórvirki sem færði Egyptalandi óneitanlega aukna velsæld. Áratugalangri smíði stíflunnar lauk árið 1970, og uppistöðulónið var nefnt eftir leiðtoganum mikla sem fyrirskipaði byggingu stíflunnar: Nasser-vatn. Það er enn meðal stærstu manngerðu vötnum á jörðinni og þekur 5.250 ferkílómetra — svipað og Norður-Þingeyjarsýsla, eða sextíu Þingvallavötn.

 

Landið sem fór undir vatn var ættjörð Núbíumanna, þjóðar sem búið… [Lesa meira]

Benjamín Netanyahu hér, þar og allstaðar

Fyrir tveimur vikum kom ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit heim eftir rúm fimm ár í haldi Hamas á Gazaströndinni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var heimkoma Shalits hluti af fangaskiptum Ísraelsstjórnar og Hamas og mun 1027 palestínskum föngum í Ísrael verða sleppt í stað Shalits.

 

Þann átjánda október tók fjölskylda Shalits á móti honum á landamærum Ísraels, Egyptalands og Gaza.… [Lesa meira]

Tónlistin á torgi hinna dauðu

Vídjó

Miðpunktur Marrakesh-borgar í Marokkó er torgið Jama’a al-Fnaa, heiti hvers gæti útlegst á íslensku „moska hinna dauðu“. Torgið iðar af lífi á svo að segja öllum tímum sólarhringsins. Á daginn er það fullt af glingursölum, túristum, slöngutemjurum, sögumönnum og dönsurum. Þegar myrkur færist yfir breytir torgið um svip — mannmergðin eykst, en glingursalarnir og slöngutemjararnir og… [Lesa meira]

Fátæklingar í Sádi-Arabíu?

Vídjó

Sé minnst á Sádi-Arabíu fá mörg okkar vafalaust mynd upp í hugann af pattaralegum olíufurstum í skínandi gullkuflum sem veltast um í fjöllum af seðlum. En raunin er auðvitað að alls ekki allir íbúar landsins fá að njóta góðs af olíuauðnum. Fátækt er einnig að finna í Sádi-Arabíu. Í kringum 22% þjóðarinnar glíma við… [Lesa meira]

Varið ykkur — einræðið gæti snúið aftur!

Vídjó

Á morgun er kjördagur í Túnis, rúmum níu mánuðum eftir að einræðisherranum Zine el Abidine Ben Ali var steypt af stóli. Ben Ali var fyrsta fórnarlamb „arabíska vorsins“ svokallaða og þetta verða fyrstu kosningar þess. Kosningarnar eru til stjórnlagaþings sem mun skrifa nýja stjórnarskrá landsins, og í raun þjóna hlutverki þjóðþings næsta árið eða… [Lesa meira]

Tölvuleikur um kött Íransforseta

The Cat and the Coup, Kötturinn og valdaránið, er nýr ókeypis tölvuleikur fyrir Mac og PC-tölvur eftir Peter Brinson and Kurosh ValaNejad. Í leiknum, sem líst er sem „heimildaleik“ (documentary game), tekur spilarinn sér hlutverk heimiliskattar fyrsta þjóðkjörna forseta Írans, Mohammed Mossadeghs. Kötturinn þarf með ýmsum ráðum að lokka Mossadegh áfram og í gegnum mikilvæg atvik í lífi hans, allt… [Lesa meira]

Söngur sýrlensku byltingarinnar: „Svona Bashar, hypjaðu þig!“

Vídjó

Tugir laga voru samin í egypsku byltingunni fyrr á árinu. Sýrlendingar sem nú reyna að losna við sinn einræðisherra, augnlækninn vægðarlausa Bashar al-Assad, hafa síðan í sumar sungið eitt lag umfram önnur.

 

Lagið kallast Yalla irhal ya Bashar („Svona Bashar, hypjaðu þig!“) og er hispurslaus fúkyrðaflaumur beint gegn einræðisherranum og bróður hans Maher al-Assad, við… [Lesa meira]