Síðasti kalífinn málaði málverk í kvennabúrinu

Abdülmecid II, síðasti arftaki Múhameðs.

Yfir meira en sex hundruð ára sögu hins tyrkneska Ottóman-veldis gegndi æðsti valdamaður þess ætíð tveimur hlutverkum — annarsvegar var hann soldánn, sem stjórnaði hinu veraldlega amstri heimsveldisins, og hinsvegar kalífi. Orðið kalífi merkir „arftaki“, handhafi þess… [Lesa meira]

Gaddafí vildi ekki ríkjabandalag með nöktum Íslendingum

Það er ekki aðeins á Íslandi sem margir eru skeptískir á ágæti þess að mynda hverskonar sambönd með öðrum þjóðríkjum. Hinn fyrrverandi Leiðtogi byltingarinnar í Líbýu, Gaddafí ofursti, er annar. Og hann var sérstaklega á móti því að stofna til ríkjabandalags með Íslandi.

 

Árið 2008 var stofnað svokallað Miðjarðarhafsbandalag til þess að hafa umsjón með samvinnu milli Evrópusambandsins og annara landa… [Lesa meira]

Konungur Jórdaníu lék í Star Trek-þætti

Það er örugglega ágætt að vera kóngafólk, enda getur kóngafólk gert ýmislegt sem við hin getum ekki jafn auðveldlega. Segjum sem svo að maður haldi sérstaklega upp á ákveðna sjónvarpsþætti og langi ekkert fremur en að leika í þáttunum sjálfur. Að uppfylla slíkar óskir er lítið mál ef maður er kóngafólk. Spyrjið bara Abdullah II Jórdaníukonung. Abdullah karlinn er mikill… [Lesa meira]

Leynileg rokkhátíð haldin í Afganistan

Þegar talíbanar komust til valda í Afganistan árið 1996 bönnuðu þeir alla tónlistarsköpun í landinu, sem þeim fannst stríða gegn trúnni. Blómleg tónlistarmenning landsins gufaði upp eins og hendi væri veifað. Erfitt er fyrir þjóð að jafna sig á slíku áfalli en nú um mánaðamótin var haldin fyrsta rokktónlistarhátíðin í Afganistan í meira en þrjátíu ár.… [Lesa meira]

Klámmyndagengi ofsækja tvífara Saddams Husseins

Egyptinn Mohammed Bishr var á leið heim af kaffihúsi í miðbæ heimaborgar sinnar Alexandríu þegar hann var skyndilega umkringdur þremur mönnum í svörtum jakkafötum. Mennirnir voru vopnaðir skammbyssum og reyndu að neyða hann inn í sendiferðabíl. Í handaganginum rak Bishr höfuðið í bílinn og missti meðvitund. Svartklæddu mennirnir urðu felmtraðir, skyldu Bishr eftir rotaðan í götunni og keyrðu á brott í… [Lesa meira]

Ferðin í ljósið, ísraelsk áróðursmynd frá 1951

Vídjó

Ísraelska sjónvarpsstöðin Channel 2 gramsaði í skjalasafni ísraelska hersins og fann þar þessa „fræðslumynd“ sem herinn lét framleiða árið 1951. Í myndinni segir frá ungliðum hersins sem hafa það hlutverk að taka á móti nýjum innflytjendum, hjálpa þeim að aðlagast samfélagi og menningu hins nýja ríkis og gera þá að tryggum hermönnum þess.

 

Ungliðarnir voru… [Lesa meira]

Bannað að blanda poppi og pólitík í Líbanon

Vídjó

Líbanski tónlistarmaðurinn Zeid Hamdan, leiðtogi Zeid and the Wings, var handtekinn í júlí, sakaður um meiðyrði gegn Michael Suleiman, forseta Líbanon. Ástæðan er þetta lag, General Suleiman, þar sem forsetanum er kaldhæðnislega kallaður „kraftaverkamaður fyrir heimsfriðinn“. Lagið er meira en tveggja ára gamalt en virðist hafa farið framhjá líbönskum… [Lesa meira]

Af hverju eru svona margar leiðir að stafa Gaddafí?

Eitt af því sem hefur gert vestrænan fréttaflutning af borgarastyrjöldinni í Líbýu erfiðan er nafn hins fráfarandi einræðisherra. Það virðast vera til óteljandi leiðir að stafa nafn hans með latneska stafrófinu, og engin leið að koma sér saman um lausn, þó að nægur tími hafi gefist til á hinum 42 árum sem einræðisherrann sat á valdastól.

 

Fyrir heimsókn Gaddafís til Bandaríkjanna… [Lesa meira]

Fljúgandi hásæti Persakonungs

Í persneska hetjukvæðinu Shahnameh (Konungabókin) segir meðal annars frá konunginum Kay Kavus. Hans helsta afrek á konungsstóli var að smíða flugvél. Flugvélin samanstóð af gullnu hásæti í hvert voru fest fjórar stangir. Á stöngunum dingluðu stærðarinnar kjötlæri. Sérþjálfaðir ernir voru síðan beislaðir við hásætið og þegar þeir svo reyndu að fljúga upp og glefsa í kjötlærin tókst hásætið á loft.… [Lesa meira]