Á valdatíð soldánsins Abdul-Hamid II var Ottóman-veldið þekkt sem „sjúki maður Evrópu“ og þrátt fyrir tilraunir til nútímavæðingar var þetta víðfemda heimsveldi í stöðugri hningnun.

 

Kannski til þess að telja skeptískum Vesturlöndum trú um að allt væri við ljúfa löð réði soldáninn til sín hóp ljósmyndara sem ferðuðust vítt og breytt um Tyrkjaveldi og tóku myndir af nútímanum: glæsilegum opinberum byggingum, hátæknilegum verksmiðjum, velbúnum hermönnum í viðbragðsstöðu.

 

Og nemendum í hinum fjölmörgu skólum veldisins, prúðbúnum og alvörugefnum ungum piltum reiðubúnum að taka við stjórn heimsveldisins í framtíðinni.

 

Eða ef til vill var þetta tilraun til þess að festa á filmu veröld sem var að hverfa. Abdul-Hamid II var síðasti soldáninn sem fór með raunveruleg völd í Tyrkjaveldi. Ungtyrkir steyptu honum af stóli árið 1909 og heimsveldið var loks formlega lagt niður árið 1923.

 

Þetta er brot af þeim myndum sem ljósmyndarar soldánsins tóku af skólapiltum á árunum 1880-1890. Myndirnar eru flestar frá því sem nú er Tyrkland en einnig úr öðrum kimum veldisins — frá Grikklandi til Jemens.

 

 

Gagnfræðaskólapiltar frá Diyarbakır (Tyrklandi).

 

 

Nemendur í herskóla í Edirne (Tyrklandi).

 

 

Nemendur í herskólanum í Sana'a (Jemen).

 

 

Nemendur í herskóla í Bagdad (Írak).

 

 

Nemendur í Ættbálkaskólanum í Istanbúl, þar sem aðlaga átti börn úr arabískum hirðingjaættbálkum tyrkneskri menningu.

 

 

Nemendur í einkaskóla í Istanbúl.

 

 

Gagnfræðiskólapiltar í Aleppó (Sýrlandi).

 

 

Nemendur í herskólanum í Þessalóniku (Grikklandi).

 

 

Nemendur í herskólanum í Erzincan (Tyrklandi).

 

 

Laganemar.

 

 

Nemendur í einkagrunnskóla í Istanbúl.

Nemendur í einkagrunnskóla í Istanbúl.

 

 

Nemendur í heyrnleysingjaskólanum í Istanbúl.

 

Gagnfræðiskólapiltar í İzmit (Tyrklandi).

 

Nemendur í gagnfræðaskóla á Ródos (Grikklandi).

 

Stálpaðir skólapiltar í Bursa (Tyrklandi).

 

Nemendur í herskóla í Aleppó (Sýrlandi).