Sagan segir að Sem, sonur Nóa, hafi stofnað borgina Sana’a hátt uppi í fjallendinu á suðurhluta Arabíuskaga einhverntímann langt aftur í fornöld. Hvort að það er satt er erfitt að fullyrða, en borgin er sannarlega meðal elstu borga í heimi sem enn er búið í, þar hafa mannverur búið í hátt á þrjú þúsund ár. Á sjöundu og áttundu öld e. Kr. var hún mikilvæg borg í hinu efnilega heimsveldi múslima. Í dag er hún höfuðborg hins fátæka ríkis Jemens og þar búa rúmar tvær milljónir.

 

Elstu byggingar Sana’a eru um 1500 ára gamlar, en stærstur hluti gömlu borginnar, sem skráð er á heimsminjaskrá UNESCO, er frá elleftu öld. Götumyndin einkennist af margra hæða turnhúsum úr leir, ævafornir skýjakljúfar fagurlega skreyttir með hvítum munstrum svo þeir líkjast helst piparkökuhúsum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir eftir Eesti, Buen Viajero, Louis L, og úr myndasafni Lemúrsins.