Vídjó

Hér er leikið á hefðbundið hljóðfæri Kirgisa – komuz – þriggja strengja lútu án þverbanda. Hún er afar létt og fyrirferðalítil, sem er dæmigert fyrir hljóðfæri hirðingjaþjóða. Einfaldleiki hljóðfærisins gefur þó virtúósunum á þessari upptöku færi á að leika alls kyns kúnstir með það, svo sem að slengja því skyndilega á axlir sér og spila á það á hvolfi.

Þeir sem áhuga hafa á gítarleik ættu sérstaklega að taka eftir fjölbreytileika ásláttarins og fingrasetningarinnar, sem inniheldur meðal annars það sem nefnt er hammer-on og pull-off.