Þrjár sýrlenskar konur, sem voru til sýnis á heimssýningunni í Vínarborg árið 1873. Konan til vinstri er borgarbúi frá Damaskus, sú til vinstri bóndakona og konan milli þeirra er Drúsi. Myndina tók Pascal Sebah, frumkvöðull í ljósmyndum í Ottóman-veldinu.

 

Höfuðfat Drúsakonunnar heitir tantour. Einskonar skrautlegt horn sem Drúsakonur setja upp eftir brúðkaupsdaginn sinn. Því lengra horn, því hærri stöðu ku þær hafa í samfélaginu, og gátu hornin orðið allt að einn metri á hæð. Yfirleitt var hengt á hornið síð slæða, svipað og faldur íslenskra kvenna. Þetta má sjá á þessari mynd. En hér hefur ljósmyndarinn ef til vill fengið konuna til að taka niður slæðuna.