„Heila klukkustund starði Eva stjörfum augum á gullhamsturinn, ástúðleg á svip, og kom ekki upp nokkru orði. Þegar hún rankaði við sér, hvíslaði hún: — Ég hélt að hann væri bróðir minn.“

 

Meðfylgjandi myndir birtust með umfjöllun tímaritsins Fálkans í júlí árið 1966 um ofskynjunarlyfið LSD. Lyfið var glænýtt fyrir flestum, þótt það hefði orðið til á rannsóknarstofum nokkrum áratugum fyrr.