Á bak við tjöldin við tökur á A Clockwork Orange

Þeir sem hafa séð A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick gleyma seint óhugnanlegum senum þar sem gengi ungra fanta pyntar saklaust fólk. Kubrick sendi þessa klassísku kvikmynd frá sér 1971 en hún byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess.

 

Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt… [Lesa meira]

Sjónvarpsþáttur spáði fyrir um hryðjuverkin 11. september

Árið 2001 var gerð skammlíf hliðarþáttaröð út frá X-Files þáttunum sívinsælu sem bar nafnið The Lone Gunmen. Þættirnir fjölluðu um þrjá nördalega gaura úr upprunalegu þáttunum, sem halda úti samsæriskenningatímariti og hafa í gegnum tíðina aðstoðað Fox Mulder við að leysa ráðgátur.

 

Nafn þríeykisins vísar til kenningarinnar um að ein skytta (e. lone gunman) hafi myrt John F. Kennedy. Þeir búa í… [Lesa meira]

Þegar sármóðguð íslensk stjórnvöld báðu Bandaríkin um að endurnefna bíómynd um Ísland

Árið 1942 kvörtuðu stjórnvöld á Íslandi formlega undan bíómynd frá Hollywood sem bar nafnið Iceland og átti að gerast á landinu. Þjóðin öll var sármóðguð yfir kvikmyndinni sem þótti uppfull af ærumeiðandi rangfærslum.

 

Í dag erum við kannski orðin vön því að Ísland birtist í bíómyndum. Nú á dögum streyma frægir leikstjórar og leikarar til landsins til að taka upp myndir.

 

En… [Lesa meira]

Persónur Twin Peaks birtust í japanskri kaffiauglýsingu

Vídjó

Georgia er kaffidrykkur sem kókframleiðandinn The Coca-Cola Company markaðssetti í Japan en hann heitir eftir Georgíuríki í Bandaríkjunum þaðan sem fyrirtækið er.

 

Fyrir tæpum 25 árum síðan hóf hin skammlífa en áhrifamikla sjónvarpssería Tvídrangar eða Twin Peaks eftir David Lynch göngu sína.

 

Sérstakar auglýsingar voru gerðar fyrir kaffidrykkinn með persónum Tvídranga í leikstjórn Lynch.

 

Auglýsingarnar eru alls fjórar… [Lesa meira]

Gleymd mynd Tim Burton um Hans og Grétu komin í leitirnar

Vídjó

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Tim Burton er þekktur fyrir ýmsar frumlegar og sérkennilegar myndir, þar sem einhver hryllingur kemur oftar en ekki við sögu. Hér er hægt að horfa á gleymda sjónvarpsmynd um Hans og Grétu sem hann gerði fyrir Disney Channel árið 1982. Myndin, sem var aðeins sýnd einu sinni, skartaði japönskum leikurum.

 

 

Allfurðulegur… [Lesa meira]

„Víkingar í Norður-Ameríku“: Heimildarþáttur BBC um Grænland og Vínland frá 1966

Vídjó

Hér sjáum við heimildarþátt frá 1966 á BBC um ferðir Eiríks rauða og Leifs heppna til Grænlands og Norður-Ameríku. Íslensk-breski sjónvarpsmaðurinn og þýðandinn Magnús Magnússon segir söguna af ferðum norrænna manna til vesturs um 1000.

 

Norrænufræðingurinn og rithöfundurinn Gwyn Jones kemur einnig fram í þessum ágæta sjónvarpsþætti breska ríkisútvarpsins, sem þrátt fyrir að vera af… [Lesa meira]

Heimagerð Star Trek-mynd eftir unglinga, 1978

Vídjó

Árið 1978 gerðu nokkrir unglingar í Cape Cod í Bandaríkjunum sína eigin Star Trek-mynd og tóku upp á Super 8-vél. Aldarfjórðungi síðar settu þeir myndina á netið og bættu við röddum. Þetta er nokkuð gott hjá… [Lesa meira]

Norðurkóresk stjórnvöld píndu suðurkóreskan leikstjóra til að gera Godzilla-eftirhermu

Kim Jong-il, fyrrum leiðtogi Norður-Kóreu, var mikill kvikmyndaáhugamaður. Árið 1978 leist honum illa á kvikmyndalífið í landinu og fór því að stunda mannrán á suðurkóresku kvikmyndagerðarfólki til að pína það til að gera fyrir sig bíómyndir.

Íslenskir leyniþjónustumenn handsama sænska kvikmyndaleikstjórann Ingmar Bergman seint á áttunda áratugnum og flytja hann nauðugan til Íslands. Hér á landi er hann svo píndur árum… [Lesa meira]

Pulgasari: Godzilla-kvikmyndin sem norðurkóresk stjórnvöld framleiddu með mannránum í fullri lengd

Kim Jong-il, fyrrum leiðtogi Norður-Kóreu, var mikill kvikmyndaáhugamaður. Árið 1978 leist honum illa á kvikmyndalífið í landinum og fór því að stunda mannrán á suðurkóresku kvikmyndagerðarfólki til að pína það til að gera fyrir sig bíómyndir. Lesið nánar um það hér.

 

Við hverfum nú aftur til miðalda í Kóreu. Í kringum árið 1000 var þar lénsveldi og konungar af Goryeoættinni… [Lesa meira]

Haus Hitchcock í ísskápnum

Ljósmyndin sýnir Ölmu Hitchcock fyrir framan ísskápinn á heimili hennar og Alfred Hitchcock… [Lesa meira]

Frábærir heimildarþættir um upplausn Júgóslavíu

Ríkið Júgóslavía — land Suður-Slava — varð til í stakkaskiptunum miklu eftir fyrri heimsstyrjöld, við sameiningu nokkura slavneskra ríkja á Balkanskaga. Eftir síðari heimsstyrjöld komust kommúnistar til valda undir stjórn Josip Broz Tito. Tito gerði Júgóslavíu að sambandsríki og barði niður þjóðernis- og aðskilnaðaröfl af hörku.

 

Miklar umbreytingar fylgdu dauða Tito og þegar járntjaldið féll árið 1989 fór aftur að kynda undir gömlu þjóðernisöflunum.… [Lesa meira]

Heimildarmynd: Ríki sem „eru ekki til“

Árið 2005 gerði breski sjónvarpsmaðurinn Simon Reeve þáttaröð fyrir BBC sem heitir Places That Don’t Exist — Staðir sem eru ekki til.

 

Í þáttunum fer Reeve til ýmissa fjarlægra ríkja sem ekki eru viðurkennd alþjóðlega sem fullgild þjóðríki. Á ferðum sínum heimsækir hann meðal annars Suður-Ossetíu, Sómalíland, Transnistríu, Taívan og Nagorno-Karabakh — svæði sem fæstir þekkja mikið til. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera á skringilegu… [Lesa meira]