Vídjó

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Tim Burton er þekktur fyrir ýmsar frumlegar og sérkennilegar myndir, þar sem einhver hryllingur kemur oftar en ekki við sögu. Hér er hægt að horfa á gleymda sjónvarpsmynd um Hans og Grétu sem hann gerði fyrir Disney Channel árið 1982. Myndin, sem var aðeins sýnd einu sinni, skartaði japönskum leikurum.

 

 

Allfurðulegur andi svífur yfir vötnum í þessari óhuggulegu mynd um hið gamla ævintýri úr safni Grimmsbræðra. Á þessum tíma var Burton með mikið Japansæði sem sést vel í myndinni.

 

burton2