Kynngimagnaðar ljósmyndir baktjaldamegin í 2001: A Space Odyssey

Hér að ofan sjáum við rithöfundinn Arthur C. Clarke og kvikmyndaleikstjórann Stanley Kubrick á meðan tökur stóðu yfir á meistaraverkinu 2001: A Space Odyssey. Og fyrir neðan eru margar fleiri frábærar ljósmyndir.

 

Fáar kvikmyndir hafa haft jafnmikil áhrif og þessi góða geimmynd frá 1968, sem Clarke og Kubrick skrifuðu saman og sá síðarnefndi leikstýrði. Segja má að hún hafi gerbreytt sögu vísindaskáldsögulegra… [Lesa meira]

Úrillur Orson Welles í upptökuveri

Orson Welles spratt ungur fram í sjónarsviðið 30. október 1938 með flutningi sínum á útvarpsleikritinu War of the Worlds.

 

Við tók glæstur kvikmyndaferill hjá honum bæði sem leikari og leikstjóri en tæpri hálfri öld síðar, í viðtali febrúar 1983, lét hann hafa þetta eftir sér:

 

„Var eitthvað sem ég lét ógert í útvarpinu? Útvarpið elskaði ég mest allra miðla. Þessi undursamlegi… [Lesa meira]

The Samsonadzes: Simpson-fjölskylda Georgíu

Þættirnir Samsonadzes fjalla um fjölskyldu í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu. Á síðustu árum hafa þeir verið vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Þeir fjalla um fjölskyldu sem er gul á litinn. Samsonadze-fjölskyldan samanstendur af heimskum heimilisföður, konu hans og tveimur börnum en þau búa í ímyndaðri borg sem þó er nauðalík Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Páfagaukur fjölskyldunnar fer með stórt hlutverk.

 

Þrátt fyrir að teiknmimyndaþættirnir séu… [Lesa meira]

Cold War: Ítarleg heimildarþáttaröð um kalda stríðið

Cold War er löng og ítarleg heimildarþáttaröð frá árinu 1998. Þættirnir eru 24 talsins og fara vandlega í saumana á öllum helstu atburðum kalda stríðsins. Þar er að finna stórmerkileg viðtöl við fólk í æðstu valdastöðum, bæði í austri og vestri, ásamt myndskeiðum og vitnisburðum sem varpa ljósi á marga merkustu atburði tuttugustu aldar.

 

Þættirnir voru skrifaðir af sagnfræðingum við King’s College… [Lesa meira]

Chewbacca birtir frábærar ljósmyndir sem teknar voru baktjaldamegin í Star Wars

Leikarinn Peter Mayhew lék hinn loðna vák Chewbacca í gömlu Stjörnustríðsmyndunum. Hann hefur verið duglegur að birta skemmtilegar myndir á Twitter sem teknar voru baksviðs við gerð myndanna. Ljósmyndirnar sýna ýmsar óvæntar hliðar. Við sjáum hvernig gamalkunnar senur voru kvikmyndaðar og hvernig stemningin var á… [Lesa meira]

Kvikmyndahús öfganna: Heimildarþáttur um leikstjórann David Cronenberg

David Cronenberg er merkilegur kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur á löngum ferli gert ýmsar sniðugar myndir sem oftar en ekki eru myrkir vísindaskáldsögutryllar eða spennumyndir þar sem kafað er ofan í sálartetur mannsins, til dæmis The Fly, Dead Ringers, Crash, Scanners, Eastern Promises og A History of Violence. Hér er fróðlegur heimildarþáttur frá BBC um Cronenberg, sem sýndur var árið… [Lesa meira]

Mr. Burns og frönskukennarinn

„Konan mín hefur alltaf sagt að frönskukennari hennar í grunnskóla hafi verið tvífari Mr. Burns,“ segir eigandi myndarinnar hér að ofan. „Núna trúi ég henni.“ Mr. Burns, er fyrir þá sem ekki vita, hinn moldríki eigandi kjarnorkuversins í Springfield, sögusviði hins mikla sagnabálks um Simpson-fjölskylduna. Via… [Lesa meira]

Dark Star frá 1974: Talað við strandbolta og dauðan mann í geimnum

Þeir sem hafa horft á margar vísindaskáldsögumyndir kannast kannski við bandaríska leikstjórann John Carpenter. Hann hefur gert fjölmargar skrímsla- og hryllingsmyndir. En þekktasta verkið hans er líklega The Thing frá 1982, sem er mögnuð mynd um skelfilegt geimskrímsli á Suðurskautslandinu. En fyrsta mynd Carpenters hét Dark Star og er einskonar skopstæling á geimmyndum á borð við 2001: A Space… [Lesa meira]

Fyrsta kvikmyndasýningin

Vídjó

Hinn 22. mars 1895 stóðu hinir frönsku Lumière-bræður að fyrstu kvikmyndasýningu sögunnar. Fyrsta kvikmyndin sem heimurinn sá var hvorki löng né með flókinn söguþráð því hún sýndi nokkra verkamenn fyrir utan verksmiðju þeirra bræðra. En fleiri myndir fylgdu í kjölfarið og kvikmyndalistin varð til.

 

lumieri-naceduli[Lesa meira]

Vivian Kubrick á settinu í kvikmyndum föður síns

Vivian Kubrick er dóttir Stanley Kubrick, leikstjórans fræga. Hún aðstoðaði föður sinn við gerð margra meistarastykkja frá unga aldri og fæst í dag við kvikmyndagerð og tónsmíðar. Í dag heldur hún úti Twitter síðu. Þar birti hún um daginn nokkrar merkilegar myndir af sjálfri sér við tökur á hinum ýmsu Kubrick-myndum gegnum… [Lesa meira]

Ríkisstjórarnir sem léku í hasarmyndinni Predator

Vígbúnir og vöðvastæltir málaliðar lenda þyrlu sinni einhvers staðar í frumskógum Mið-Ameríku. Verkefni þeirra er að bjarga ráðherra og áhöfn hans. Förin breytist snarlega í martröð þegar stórhættuleg rándýrs-geimvera byrjar að drepa þá einn á fætur öðrum.

 

Aðdáendur hasarmynda níunda áratugarins munu hér kannast við söguþráðinn í Predator (ísl. Rándýrið), klassískri hasarmynd frá árinu 1987 í leikstjórn John McTiernan, en hann… [Lesa meira]

Var Lost endurvinnsla á þáttunum „The New People“ frá 1969?

Þáttaröð um strandaglópa á dularfullri paradísareyju í Kyrrahafi sem finna yfirgefin hús og tilraunastofur? Nei, hér er ekki verið að tala um Lost.

 

Margir muna eftir nafninu Aaron Spelling. Það er kannski greypt í huga þeirra sem horfðu mikið á sjónvarp á tíunda áratugnum. Hann var framleiðandi Beverly Hills, 90210 sem nutu mikilla vinsælla upp úr 1990. Þættirnir skörtuðu dóttur hans… [Lesa meira]