Vivian Kubrick er dóttir Stanley Kubrick, leikstjórans fræga. Hún aðstoðaði föður sinn við gerð margra meistarastykkja frá unga aldri og fæst í dag við kvikmyndagerð og tónsmíðar. Í dag heldur hún úti Twitter síðu. Þar birti hún um daginn nokkrar merkilegar myndir af sjálfri sér við tökur á hinum ýmsu Kubrick-myndum gegnum árin.

 

Vivian Kubrick heldur á mjög ungum simpönsum

Vivian Kubrick heldur á mjög ungum simpönsum við tökur á kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey.

 

Vivian og systir hennar Anya í New York árið 1965.

Vivian og systir hennar Anya í New York árið 1965.

 

Önnur mynd af Vivian með simpansa, úr tökum á 2001: A Space Odyssey

Önnur mynd af Vivian með simpansa, úr tökum á 2001: A Space Odyssey

 

Vivian í EMI-kvikmyndaverinu árið 1980. Hún fékkst þar við klippingu á heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar The Shining.

Vivian í EMI-kvikmyndaverinu árið 1980. Hún fékkst þar við klippingu á heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar The Shining.

 

Stanley Kubrick og Vivian á settinu við tökur á Full Metal Jacket. Neðri myndin sýnir Vivian ásamt hundi sínum Fanny. Árið er 1986.

Stanley Kubrick og Vivian á settinu við tökur á Full Metal Jacket. Neðri myndin sýnir Vivian ásamt hundi sínum Fanny. Árið er 1986.

 

Vivian í svefnherbergi sínu, 1987. Þar samdi hún tónlistina fyrir Full Metal Jacket.

Vivian í svefnherbergi sínu, 1987. Þar samdi hún tónlistina fyrir Full Metal Jacket.

 

Vivian á Korova Milk Bar settinu fyrir kvikmyndina A Clockwork Orange, árið 1969. Vivian ku hafa skorið út stafina á veggnum í bakgrunni.

Vivian á Korova Milk Bar settinu fyrir kvikmyndina A Clockwork Orange, árið 1969. Vivian ku hafa skorið út stafina á veggnum í bakgrunni.

 

Vivian faðmar föður sinn í bakgarðinum í Abbots Mead, 1979.

Vivian faðmar föður sinn í bakgarðinum í Abbots Mead, 1979.