Stjórnmálamaður drepinn í miðri sjónvarpsræðu

Vídjó

 

Þann 12. október árið 1960 hélt formaður Japanska sósíalistaflokksins, Asanuma Inejiro, ræðu á kosningafundi fyrir komandi þingkosningar. Í miðri ræðu réðst 17 ára unglingur, Yamaguchi Otoya, upp á svið og rak wakizashi-samúræjasverð í  Asanuma og drap hann. Atvikið var tekið upp á myndband.

 

Asanuma var umdeildur bæði á hægri og vinstri væng japanskra stjórnmála vegna… [Lesa meira]

Tilraunir í endurlífgun hundshausa

Allir þeir sem hafa átt líf sitt undir hjarta- og lugnavél mega meðal annars vera þakklátir sovéska lækninum Sergei Bryukhonenko. Á þriðja áratug síðustu aldar fann hann upp fyrstu slíku tæknina, vél sem hann kallaði autojektor.

 

Vélina smíðaði Bryukhonenko í ákveðnum tilgangi — að stýra flæði blóðs og súrefnis um hundshöfuð. Hundshöfuð sem Bryukhonenko hafði skorið af líkama sínum. En með… [Lesa meira]

Berlín í lit árið 1936

Vídjó

Berlín árið 1936. Nasistar hafa náð öllum völdum í Þýskalandi og nota gríðarlega öfluga áróðursmaskínu sína til að æsa upp þjóðernishyggju með því að sýna höfuðborgina Berlín sem nafla alheimsins. Hér sjáum við áróðursmyndina Ríkishöfuðborgin Berlín eftir kvikmyndagerðarmanninn Willi Forst. Flestar senurnar voru kvikmyndaðar sumarið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Berlín, en sumt… [Lesa meira]

Hörmulegt hlutskipti hinna ósnertanlegu á Indlandi

Á myndinni sjáum við indverskan atvinnurekanda borga sárfátækum vinnumönnum sínum laun, stéttleysingjum úr hópi „hinna ósnertanlegu“. Maðurinn vill ekki snerta fólkið, því samkvæmt hefðum samfélagsins er það skítugt og lúsugt. Því vefur hann laununum í laufblöð og lætur þau falla í hendur þeirra til að forðast snertingu.

 

Myndin er ekki ný. Hún er frá sjötta áratug síðustu aldar.

 

En því miður er… [Lesa meira]

Enginn vildi kaupa sjálfsmorðsvél Kevorkians

Þann 3. júní síðastliðinn lést bandaríski meinafræðingurinn Jack Kevorkian, stundum einnig kallaður ‘Doktor Dauði‘. Hann var þekktur fyrir ötula baráttu fyrir líknardrápum, rétti þungt veikra sjúklinga að fá sjálfir að ákveða að binda enda á líf sitt með læknishjálp. Sjálfur hjálpaði hann 130 manns að yfirgefa heim okkar með þessum hætti, og fékk fyrir það að dúsa í fangelsi í… [Lesa meira]

Sjúki nasistasonurinn Dr. Karl Günther

Vídjó

Þýski stórleikarinn Klaus Kinski lék í bandarísku hryllingsmyndinni Crawlspace árið 1986. Í þessari hrollvekju leikur hann Dr. Karl Günther sem er sonur stríðsglæpamanns úr röðum nasista. Karl býr í Bandaríkjunum og starfar þar við fasteignabrask. Myndin hét Leigjendurnir þegar hún var sýnd í íslensku sjónvarpi upp úr 1990.

 

„Karl Günther kemur leigjendum sínum fyrir sjónir eins og indæll og hjálpsamur náungi.… [Lesa meira]

Síðustu andartök einræðisherrans

Vídjó

Blóðugar myndir og myndbandsupptökur af síðustu andartökum líbýska einræðisherrans Muammars Gaddafí ganga nú manna á milli á internetinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alþjóð fær að fylgjast með, svo að segja í beinni útsendingu, aftöku hataðs einræðisherra af hendi fyrrverandi þegna sinna.

 

Í desember 1989 gerðu Rúmenar uppreisn gegn forsetanum Nicolae Ceaușescu sem… [Lesa meira]

Djöflastræti 13 – sænskur hryllingur frá 1959

 

Ljósmyndarinn Donald Powers fer til Maine-fylkis í Bandaríkjunum sem er snævi þakið. Hann tekur nokkrar magnaðar ljósmyndir. Sú athyglisverðasta sýnir auðan bóndabæ með ægilegum bakgrunni.

 

Þegar glæsileg kona gengur skyndilega út úr húsinu reynir Powers að fá hana til að stilla sér upp. Hann vill taka af henni myndir fyrir framan þennan drungalega bæ. Hún vill það ekki og hleypur í skóginn. Ljósmyndarinn eltir hana og ætlar… [Lesa meira]

Sjálfsmorð aðstoðarborgarstjórans í Leipzig

Bandaríski herinn lagði Leipzig undir sig þann 19. apríl 1945. Þann sama dag frömdu borgarstjóri og aðstoðarborgarstjóri borgarinnar sjálfsmorð ásamt fjölskyldum sínum. Aðstoðarborgarstjórinn Ernst Lisso liggur hér örendur fram á skrifborðið sitt eftir að hafa tekið inn blásýru. Á móti honum liggja eiginkona hans og… [Lesa meira]

Nýlendustefnan á ljósmynd: Indversk kona með breskan mann á bakinu

Þessi ljósmynd var tekin í indverska héraðinu Vestur-Bengal árið 1903, á hátindi breska heimsveldisins. Kona frá Himalajahéraðinu Sikkim burðast með breskan kaupmann á bakinu.

 

Myndin birtist í safni nokkurra áhugaverðra ljósmynda á síðu Flickr-notendans Vintage Lulu. Þar segir: „Þetta er einstök röð mynda sem líklega voru teknar af frænda mínum Pandy (1875-1951) þegar hann var sendur til Kalkútta á Indlandi. Hann… [Lesa meira]

Killdozer!: Kvikmynd um andsetna jarðýtu

Vídjó

Lloyd Kelly: Hvernig drepur maður vél?

Dennis Holvig: Vél? Hún er of þung til að hægt sé að hengja hana og of stór fyrir gasklefann.

 

Sjónvarpsmyndin Killdozer kom út árið 1974. Hún fjallaði um byggingaverkamenn á lítilli eyju úti fyrir ströndum Afríku sem reisa flugbraut.

 

Líf þeirra tekur miklum stakkaskiptum þegar loftsteinn lendir skyndilega á eyjunni. Verkstjórinn… [Lesa meira]

„Takk fyrir að senda mér hauskúpuna, elskan!“

Til hvers að leggja á sig allt erfiðið að fara í stríð hinu megin á hnettinum, og koma svo heim án nokkurs til minja? Í Kyrrahafsstríðinu komst á sú tíska meðal bandarískra hermanna að taka sér búta af líkum japanskra óvina þeirra  sem minjagripi.

 

Helst voru það hauskúpur, tennur og eyru úr Japönum sem rötuðu til Bandaríkjanna í fórum hermanna á… [Lesa meira]