Þessi ljósmynd var tekin í indverska héraðinu Vestur-Bengal árið 1903, á hátindi breska heimsveldisins. Kona frá Himalajahéraðinu Sikkim burðast með breskan kaupmann á bakinu.

 

Myndin birtist í safni nokkurra áhugaverðra ljósmynda á síðu Flickr-notendans Vintage Lulu. Þar segir: „Þetta er einstök röð mynda sem líklega voru teknar af frænda mínum Pandy (1875-1951) þegar hann var sendur til Kalkútta á Indlandi. Hann var kaupmaður hjá Ralli Brothers, frægu bresk-grísku verslunarfélagi í Manchester. Ljósmyndirnar fanga hið sérstaka andrúmsloft Indlands á dögum bresku nýlendustjórnarinnar.“

 

Sjálfstæðishetja Indverja, Mahatma Gandhi, var nýkominn á fertugsaldurinn þegar þessar myndir voru teknar og hafði ekki hafið baráttu sína. 44 ár liðu áður en Indverjar hlutu sjálfstæði.

 

Börn í Kalkútta, 1903.

Börn í Kalkútta árið 1903.

 

Flóðhestur fóðraður, Kalkútta 1903.

Flóðhestur fóðraður í dýragarðinum í Kalkútta árið 1903.

 

 

 

Breskur maður með tennisspaða, Kalkútta, 1903.

Breskur maður með tennisspaða, Kalkútta, 1903.

 

 

Fílabeinsverkun.

Fílabeinsverkun.

 

Rakarar að störfum.

Rakarar að störfum.