Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Horft yfir rústir Gyðingahverfisins í Varsjá

Ung stúlka horfir yfir rústirnar af gettói Gyðinga í borginni Varsjá í Póllandi, 1945.

 

Hverfi Gyðinga í Varsjá var sett upp af nasistum haustið 1940 og var stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Um tíma bjuggu yfir 400 þúsund Gyðingar á þessum 3,4 ferkílómetra reit. Um þrjú hundruð þúsund þeirra létust í útrýmingar- og þrælkunarbúðum, eða í uppreisninni gegn valdstjórn nasista 1943. Í… [Lesa meira]

Danskir hermenn sem börðust 1864

Danskir hermenn sem slösuðust í Slésvíkurstríðinu 1864, sem sagt er frá í dönsku þáttaröðinni… [Lesa meira]

Nuuk á myrku vetrarkvöldi

Nuuk, höfuðborg Grænlands, á myrku vetrarkvöldi 2014.

 

Heimild: Greenland Today, ljósmyndari Vagn… [Lesa meira]

Köttur tekur ljósmynd, 1909

Köttur tekur ljósmynd af börnum. Ljósmynd eftir Joseph C.… [Lesa meira]

Mýrarboltinn fyrst leikinn með handboltareglum?

Þetta hefur líklega verið árið 1962. Kristján Pétur Kristjánsson var í sumarfríi frá Menntaskólanum á Akureyri og gisti í foreldrahúsum á Ísafirði. Hann hafði nýverið byrjað að leika sér að taka litmyndir og smellti þessari af handboltaleik á Sjúkrahússtúninu á Ísafirði.

 

Kristján birti myndina nýlega í hópnum Ísafjörður og Ísfirðingar á Facebook. Fólk þar var fljótt að greina að rætur… [Lesa meira]

Sundlaugin í Moskvu, 1965

Fólk við Moskva basseyn, sundlaugina í Moskvu, 1965.  Á árunum 1960 til 1994 gátu Moskvubúar státað sig af stærstu útisundlaug heims.  Lemúrinn hefur áður fjallað í löngu máli um tilkomu laugarinnar, sem stóð á grunni Dómkirkju Krists frelsara, en það var stærsta rétttrúnaðarkirkjubygging heims þar til bolsévikar sprengdu hana í loft… [Lesa meira]

Hovedbanegården í byggingu, sirka 1910

Hér sést Hovedbanegården, aðallestarstöð Kaupmannahafnar, í byggingu, sirka 1910. Stöðin opnaði 1. desember… [Lesa meira]

Bandarískir hermenn af japönskum uppruna í seinni heimsstyrjöld

Hér sést 442. herdeild Bandaríkjahers marsera eftir vegi í Norður-Frakklandi árið 1944 í síðari heimsstyrjöld. Allir hermenn þessarar herdeildar voru af japönsku bergi brotnu, en stríð geisaði þá milli Bandaríkjanna og Japan og fjölmargir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna voru á þessum tíma geymdir í fangabúðum. Æðstu ráðamenn í Bandaríkjaher gættu þess að senda þessa hermenn einungis á… [Lesa meira]

Geimferjan á Íslandi

Geimferjan Enterprise á Íslandi í maí 1983. (Mynd: NARA) Lemúrinn hefur áður fjallað um þessa heimsókn… [Lesa meira]

Keflavík, 1804

Hér sjáum við teikningu af Keflavík árið 1804, eftir danska kortagerðarmanninn Poul de Løvenørn. Staðurinn sést hér utan af víkinni. Elstu hús Jacobæusar eru lengst til hægri, en myndin er frekar ónákvæm þar sem víkin er miklu breiðari en Vatnsnesið til vinstri gefur til kynna.

 

Heimild: … [Lesa meira]

Atvinnuleit um 1930

Kreppan mikla hófst með algeru verð­hruni í kaup­höll­inni í New York í lok októ­ber árið 1929 og fór svo eins og felli­bylur um landið og svo um allan heim.

 

Í Bandaríkjunum lam­að­ist iðn­að­ar­starf­semi. Milljónir manna misstu vinn­una og höfðu lítið sem ekk­ert á milli handanna.

 

Kreppan hafði áhrif langt fram á fjórða ára­tug­inn. Á meðan jafn­vægi fór að kom­ast á í borgum var enn mikil fátækt í innsveitum og… [Lesa meira]

Mussolini í fyrri heimsstyrjöldinni

Benito Mussolini, síðar stofnandi fasistahreyfingarinanr og „Il Duce“, einræðisherra á Ítalíu 1922 til 1943, sést hér þegar hann var undirliðþjálfi í ítalska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Um það leyti fæddist… [Lesa meira]