Ung stúlka horfir yfir rústirnar af gettói Gyðinga í borginni Varsjá í Póllandi, 1945.

 

Hverfi Gyðinga í Varsjá var sett upp af nasistum haustið 1940 og var stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Um tíma bjuggu yfir 400 þúsund Gyðingar á þessum 3,4 ferkílómetra reit. Um þrjú hundruð þúsund þeirra létust í útrýmingar- og þrælkunarbúðum, eða í uppreisninni gegn valdstjórn nasista 1943. Í kjölfarið jöfnuðu þýskar hersveitir hverfið við jörðu og drápu þá fáu sem eftir voru lifandi.