Cold War er löng og ítarleg heimildarþáttaröð frá árinu 1998. Þættirnir eru 24 talsins og fara vandlega í saumana á öllum helstu atburðum kalda stríðsins. Þar er að finna stórmerkileg viðtöl við fólk í æðstu valdastöðum, bæði í austri og vestri, ásamt myndskeiðum og vitnisburðum sem varpa ljósi á marga merkustu atburði tuttugustu aldar.
Þættirnir voru skrifaðir af sagnfræðingum við King’s College í Lundúnum og framleiddir sem samstarfsverkefni breska ríkisfjölmiðilsins BBC og bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. Kalda stríðið er að sjálfsögðu umdeilt og vandmeðfarið viðfangsefni, og mikilvægt að umfjöllunin sé fagmannleg og sanngjörn. Lemúrinn getur ef til vill ekki fallist á nákvæmlega þá söguskoðun sem birtist í þáttunum, en það má með sönnu segja að hér sé á ferðinni eitt allra besta sjónvarpsefnið sem fyrirfinnst um kalda stríðið.
Brátt eru 25 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins og því stendur til að endursýna þættina á CNN. Þeir eru hins vegar allir þegar aðgengilegir á netinu: