Vídjó

Eins og komið hefur fram á Lemúrnum var uppfinningamaðurinn Thomas Edison mikill brautryðjandi í sögu kvikmyndarinnar. Hann framleiddi ýmsar kvikmyndir í stúdíói sínu í New York og árið 1894 leit þessi furðulega stuttmynd dagsins ljós: Kettir í miðjum hnefaleikabardaga.

 

Greinar um Edison á Lemúrnum:

 

Fred Ott hnerrar og kjólklæddar konur í hnefaleikum: Á síð­asta áratug nítj­ándu aldar fann upp­finn­inga­mað­ur­inn knái Thomas Edison upp frum­stæða kvik­mynda­vél sem hann kall­aði Kinetograph, og til­heyr­andi sýn­ing­ar­tæki, Kinetoscope. Edison kvikmyndaði mann að hnerra – og sú mynd var eiginlega upphaf Hollywood.

 

Hljóðvélin sem „geymir bergmál“ nítjándu aldarinnarEdison smíð­aði árið 1877 fyrsta hljóð­rit­ann, sem hann nefndi „phonograph“. Við getum því heyrt raddir sögufrægra manna á borð við Bismarck og Tsjaíkovskíj.

 

Frankenstein: Bíó Lemúr sýnir eina fyrstu hryllingsmynd sögunnar, sem framleidd var í kvikmyndaveri Edison.