Nóttin sem hann taldi árin, einnig þekkt sem Múmían (Al-Mummia) er af mörgum talin vera ein besta kvikmyndin, ef ekki sú allra besta, í sögu hins líflega kvikmyndaiðnaðar í Egyptalandi. Myndin kom út árið 1971 og var fyrsta kvikmynd leikstjórans Shadi Abdel Salam.

 

Sögusvið myndarinnar er árið 1881, þegar breska heimsveldið er í þann mund að sölsa undir sig Egyptaland. Í suðurhluta landsins stundar heill ættbálkur það að ræna munum úr fornum gröfum og selja á svarta markaðnum. Þar til einn ungur maður svíkur ættina og hjálpar yfirvöldum að komast yfir þýfið.

 

 

Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese er mikill aðdáandi myndarinnar, og lýsti henni svo:

„Nákvæmur takturinn, næstum viðhafnarleg hreyfing myndavélarinnar, eyðilegt umhverfið, klassíska arabískan sem töluð er, óþægileg tónlist hins frábæra ítalska tónskálds Mario Nascimbene — allt kemur fullkomlega saman og vekur tilfinningar um örlagaríkan óumflýjanleika. Fortíð og nútíð, að virða og vanvirða, að vilja sigrast á dauðanum og að sættast við það sem við vitum öll, að við verðum öll að mold … Að því er virðist gríðarstórt efni sem leikstjóranum Shadi Abdel Salam einhvernveginn tekst að vekja máls á og jafnvel gera áþreifanlegt með myndum sínum.“

 

Myndina er hægt að horfa hér að neðan eða hér á vef Internet Archive. Því miður eru myndgæðin ekki mjög góð, en þó er myndin vel áhorfanleg. Fyrir þá sem sleipir eru í klassískri arabísku er hér að finna útgáfu í betri gæðum en ótextaða.