Vídjó

Í myndbandinu að ofan segir J. Edgar Hoover skoðun sína á kommúnisma.  Myndbrotið er úr ræðu sem hann flutti árið 1947 frammi fyrir nýstofnaðri Þingnefnd um óamerískt atferli (enska:  House Committee on Un-American Activities).

 

Hoover var yfirmaður bandarísku Alríkislögreglunnar FBI í rúm 50 ár, frá stofnun hennar 1924 fram til dauðadags 1977, og var lengi vel einn valdamesti maður bandaríkjanna. Harry S. Truman bandaríkjaforseti sakaði hann um að byggja upp bandaríska leynilögreglu á borð við Gestapó, en Hoover hafði þá árum saman njósnað og safnað leyniskjölum um marga þjóðþekkta einstaklinga, þ.m.t. bandaríska stjórnmálamenn og sitjandi forseta.

 

Hér að neðan segir Hoover skoðun sína á bandaríska kommúnistaflokknum, en um tíma voru u.þ.b. 10% af meðlimum flokksins njósnarar á hans vegum.  Ræðuna í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Vídjó