TOBY — vitiborna svínið, eini fræðingur sinnar tegundar í heiminum.

 

Þetta ótrúlega dýr stafar og les, reiknar, spilar á spil, segir hvaða manni sem er hvað klukkan er upp á mínútu á þeirra eigin úri.

 

Og það sem undraverðast er, hann les hugsanir manna.“

 

Þessari auglýsingu var dreift í Lundúnum um 1817. Vitiborin eða „lærð svín“ nutu nokkurra vinsælda á fjölleikasýningum í Evrópu og Bandaríkjunum á ofanverðri átjándu öld og þeirri nítjándu, sér í lagi í Bretlandi, þar sem almenningur fékk á tímabili ekki nóg af gáfuðum svínum sem gerðu ýmsar listir eins og að leysa reikningsdæmi og spila á spil.

 

Svínið Toby var þar fremst í flokki. Toby, sem var uppi á öðrum áratugi nítjándu aldar, var ekki einungis afburðagáfaður, heldur, ef marka má auglýsingar sem þessa hér að ofan, hafði hann einnig yfirnáttúrulega krafta.

 

Toby var einnig vel ritfær og gaf árið 1817 út ævisögu sína, „Líf og ævintýri vitiborna svínsins Toby, með skoðunum hans á mönnum og mannasiðum. Ritað af honum sjálfum.“ (e. The life and adventures of Toby, the sapient pig: with his opinions on men and manners. Written by himself)

 

Eigandi Tobys, Nicholas nokkur Hoare, var sjálfur töfra- og sjónhverfingamaður og kann sú staðreynd hafa haft eitthvað með hæfileika Tobys að gera.

 

Hér les viturt svín Plútarkos í stíunni.

Hér les viturt svín Plútarkos í stíunni.