Hér sjáum við skoplega mynd af Jósef Stalín, sovéska kommúnistaleiðtoganum ógurlega, en fórnarlömb hans teljast í milljónum. Myndin var tekin árið 1952 af lífverði hans, trúnaðarmanni og tengdasyni, Nikolai Vlasik.
Skömmu eftir töku þessarar myndar var Vlasik sendur í fangabúðir Gúlagsins, líkt og svo margir sem urðu harðstjóranum nánir. Honum var þó sleppt úr búðunum skömmu eftir andlát Stalíns 1953. Persónulegu myndir Vlasiks vöktu mikla athygli á 7. áratugnum þegar þeim var smyglað út úr Sovétríkjunum af framtakssömum sovéskum blaðamanni og seldar tímaritum og blöðum á Vesturlöndum.
Heimild: David King, Red Star Over Russia: A Visual History of the Soviet Union (2009).