Það fór ekki mikið fyrir heimsókn Willems van de Poll til Íslands. Þann 28. júlí árið 1934 sagði Morgunblaðið örstutt frá komu tveggja blaðamanna frá Associated Press til Íslands: „Komu þau hingað með Drottningunni á föstudagsmorgun, frú Anita Joachim frá Berlín og Willem van de Poll frá Amsterdam. Ætlar frúin að skrifa greinar um Ísland, en van de Poll tekur ljósmyndir, sem eiga að fylgja greinunum. Þau ætla að vera hjer á landi hálfsmánaðartíma.“

 

Van de Poll þessi var í raun einn víðförlasti og merkasti blaðaljósmyndari Hollendinga — nokkuð sem sést glöggt á myndum hans frá Íslandi.

 

Því við sjáum landið gegnum linsu mikils listamanns. Mannamyndir af listafólki og af ýmsum þjóðþekktum mönnum eru merkilega skýrar og draga fram persónueinkenni þeirra á einstakan hátt. Við sjáum ennfremur öðruvísi sjónarhorn í landslags- og mannvirkjamyndum sem gefa okkur nýja sýn á fortíðina.

 

Allar ábendingar eru vel þegnar. Þekkja lesendur fólk og staði á myndunum?

 

Ljósmyndirnar eru geymdar í Þjóðskjalasafni Hollands, Nationaal Archief.

 

Fleiri myndir hér á Facebook-síðu Lemúrsins.

 

Sundkennsla í sundlauginni að Álafossi.

 

Ferðafélagar ljósmyndarans, þar á meðal hin þýska blaðakona Anita Joachim.

 

Sigurjón Pétursson á Álafossi með dóttur sinni.

 

Glímukappar úr Ármanni við Menntaskólann í Reykjavík. Lesendur Lemúrsins telja að mennirnir séu þessir frá vinstri: Georg Þorsteinsson, Lárus Salómonsson, Jörgen Þorbergsson, Ágúst Kristjánsson og Sigurður Norðdahl.

 

 

 

 

 

Húsafell.

 

Kvæðamennirnir Björn Friðriksson og Jósep Húnfjörð. Jón Leifs hljóðritar.

 

 

Oddur sterki af Skaganum, sem frægastur var fyrir víkingaklæðin sem hann klæddist á Alþingishátíðinni 1930.

 

Landssímahúsið við Austurvöll.

 

Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsti þulur Ríkisútvarpsins.

 

Pétur Jónsson óperusöngvari.

 

Jón Leifs, tónskáld og tónlistarstjóri útvarpsins.

 

 

 

 

Við þvottalaugarnar í Reykjavík.

 

Sigurjón Pétursson athafnamaður á Álafossi og börn í grennd við laugina í Varmá.

 

Þekkir einhver þessar stúlkur?

 

 

Laugin í Varmá í Mosfellssveit. „Byggð var stífla rétt ofan við fossinn Álafoss og þar fyrir ofan varð til um 100 m löng vel sundhæf laug í Varmá.“ (Árni Tryggvason)

 

Ítalskir ferðalangar.

 

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Skólavörðuholt, Guðmundur frá Miðdal ásamt konu sinni Theresiu Zeitner og syninum Einari, eftir því sem Lemúrinn kemst næst.

 

Guðmundur frá Miðdal og sonurinn Einar.

 

Ullarverksmiðjan við Álafoss.

 

Frá laugunum í Laugardal.

 

Uppteknir menn í Landsbókasafni Íslands í Þjóðmenningarhúsinu. Sumir sjá Þórberg Þórðarson rithöfund til vinstri.

 

Guðmundur Finnbogason sýnir ferðalöngunum gripi á Þjóðminjasafninu, sem þá var undir sama þaki og Landsbókasafnið á Hverfisgötu.

 

Guðmundur Finnbogason, sálfræðingur og landsbókavörður.

 

Reykholtsskóli.

 

Reykholt.

 

Snorralaug í Reykholti. Maðurinn til vinstri er Kristinn Stefánsson, fyrsti skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti (Heimild: Bergur Þorgeirsson).

 

Á Laugarvatni.

 

 

Þetta er Valgerður Tryggvadóttir (1916–1995), dóttir Tryggva Þórhallssonar, forsætisráðherra 1927-1932, samkvæmt upplýsingum frá Gerði Steinþórsdóttur.

 

Sólstrandarstemning við Laugarvatn.

 

Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólastjóri Samvinnuskólans og alþingismaður.

 

Hugsanlega gamla veiðihúsið við Norðurá.

 

Gullfoss.

 

 

Grýta (Grýla), goshver í Hveragerði.

 

Kolviðarhóll, horft til Bláhnúks og Lambafellshnúks.

 

Í Hljómskálagarðinum.

 

 

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.

 

Horft yfir Alþingishúsið og næsta nágrenni.

 

Nýbyggingar við Ásvallagötu.

 

Landspítalinn.

 

 

 

Horft niður Hverfisgötu í Reykjavík.

 

Á dvalarheimilinu Grund.

 

Hávallagata við Garðastræti.

 

Suður-Reykir í Mosfellssveit.

 

Jóhannes Sveinsson Kjarval málari við vinnu sína.

 

Dvalarheimilið Grund.

 

Reykir.

 

Tveir menn á hestum í Pósthússtræti. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur: „Timburhúsið bak við þá er Smiðshús sem nú er í Árbæjarsafni. Til hægri er húsið Skólabrú 1.“

 

Guðrún Lárusdóttir alþingismaður heldur á elsta barnabarninu og alnöfnu, Guðrúnu Lárusdóttur. Myndin er tekin í garði að Sólvallagötu 23. (Heimild: Áslaug Kristín Ásgeirsdóttir).

 

Sveitastörf í veðurblíðunni á Korpúlfsstöðum.

 

 

Höfnin í Reykjavík. Miðbakki. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur: „Hálfbyggt Hafnarhúsið sést í fjarska en pakkhúsin til vinstri handar eru svokallað Gamla Pakkhús sem Eimskipafélagið átti (það tvílyfta) en við hlið þess er pakkhús Sameinaða danska gufuskipafélagsins.“

 

Silungapollur, vistheimili fyrir börn.

 

Kristín Þorvarðardóttir.

 

Kristín Jónsdóttir listmálari við verk sitt ‘Við þvottalaugarnar’.

 

Þetta er hugsanlega Erika Pétursdóttir Jóhannsson (1916-1996).

 

Norðurá.

 

00677

 

0656

 

0655

 

thjodleikhus

 

tjorn