Hinn brasilíski Hermeto spilar á skeggið sitt

Þessi brasilíski djassjólasveinn nefnist Hermeto Pascoal, en er oftar en ekki kallaður galdrakarlinn – því hann spilar listavel á hvaða hljóðfæri sem tjáir að nefna, hvort sem það er gítar, hljómborð, saxófónn eða flauta. Miles Davis sagði enda að hann væri einn tilkomumesti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst.

 

Hermeto ólst upp við sára fátækt í afskekktri byggð í norðaustur Brasilíu –… [Lesa meira]

Pyntuð á hverjum degi í þrjár vikur

Ljósmyndin sýnir Dilmu Rousseff, núverandi forseta Brasilíu, í yfirheyrslum hjá herforingjastjórninni í nóvember árið 1970. Hún var aðeins 22 ára gömul og hafði verið pyntuð daglega í meira en þrjár vikur þegar myndin var tekin. Takið eftir að embættismennirnir skýla andlitum sínum.

 

Ljósmyndin komst í leitirnar fyrir skömmu og birtist í nýrri bók blaðamannsins Ricardo Amaral um líf Dilmu Rousseff á tímum herforingjastjórnarinnar. Dilma var meðlimur… [Lesa meira]

Juan de los Muertos: Kúbversk uppvakningamynd

Vídjó

 

Juan de los Muertos (sem á ensku heitir Juan of the Dead í anda Dawn of the Dead og Shaun of the Dead) er ný hryllingsmynd frá Kúbu. Hún fjallar um letihauginn Juan sem lifir afar rólegu lífi í Havana. Þangað til borgin fer allt í einu að fyllast af uppvakningum, sem eru greinilega ekki… [Lesa meira]

SuperClásico: Argentína með augum Dana

Vídjó

 

Danska rómantíska gamanmyndin SuperClásico gerist í Buenos Aires. Nafnið vísar í stærstu leikina í argentínska boltanum, leikir River Plate og Boca Juniors nefnast superclásico, ofurstórleikir.

 

Myndin fjallar um vínbúðareigandann Christian (Anders W. Berthelsen) sem er gjaldþrota og með flest sín mál í tómu rugli. Eiginkonan Anna (Paprika Steen) er flutt út, ekki bara frá heimilinu, heldur alla… [Lesa meira]

Síðasti maður ættbálksins

Hann er síðasti eftirlifandi meðlimur indíánaættbálks í Amasón-frumskóginum í Brasilíu. Hann býr aleinn innan um dýrin í frumskóginum – baneitraðar köngulær, kattliðuga apa og hrínandi villisvín. Fæstir myndu koma auga á hann, römbuðu þeir fyrir slysni á svefnstaðinn hans, því hann fellur inn í landslagið líkt og marfló á svartri fjöru.

 

Brasilísk yfirvöld fengu fyrst veður af manninum fyrir um fimmtán… [Lesa meira]

„Viltu sjá byssuna sem afi minn drap afa þinn með?“

Fyrrverandi forseti Úrúgvæ drap í ellinni ungan stjórnmálaandstæðing í einvígi á fótboltavelli árið 1920. Löngu síðar hittust barnabörn þeirra í grillveislu.

 

Á fyrstu áratugum nýliðinnar aldar gekk litla suður-ameríska ríkið Úrúgvæ í gegnum miklar breytingar. Um aldamótin blasti þjóðargjaldþrot við landinu þegar borga þurfti af gríðarlega hárri erlendri skuld. Árið 1903 var ritstjórinn, José Batlle y Ordoñez, kjörinn forseti og náði… [Lesa meira]

Síðasti smókur fyrir aftöku

Á þessum myndum sjáum við aftöku mexíkóska byltingarmannsins Fortino Sámano árið 1917. Fyrir aftökuna reykir hann í síðasta sinn á ævinni. Hann brosir, virðist sallarólegur, með hendur í vösum og stóran vindil í kjaftinum.

 

Fortino Sámano var einn af mönnum byltingarleiðtogans Emiliano Zapata, sem barðist gegn einræðisherranum Porfirio Díaz í mexíkósku byltingunni. Yfirvöld handtóku Sámano árið 1917 og tóku hann af… [Lesa meira]

Frumpönkhljómsveitin Los Saicos frá Perú

Perúska bílskúrsbandið Los Saicos var stofnað af fjórum kornungum piltum í Lima árið 1964. Þetta var auðvitað á dögum Bítlaæðisins þegar rokkhljómsveitir urðu allt í einu til um allar trissur.

 

Perúsk ungmenni heilluðust af Los Saicos sem opnuðu þeim nýjar víddir með brjáluðum gítarhljómum. Meðlimir hljómsveitarinnar urðu á einni nóttu frægustu unglingar Perú. Þetta æði var kallað Saicomania.

 

Los Saicos þykir mjög… [Lesa meira]

Obama og Púertó Ríkó, ein síðasta nýlenda heimsins

Pablo Saracho-Soto, fréttaritari Lemúrsins í Púertó Ríkó, skrifar:

 

Í júlí heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti Púertó Ríkó og leitaði þar stuðnings fyrir komandi baráttu sína fyrir endurkjöri. Hann stoppaði ekki lengi en þrátt fyrir það voru haldnar margar samkomur á eyjunni – þar sem komu hans var ýmist fagnað eða mótmælt.

 

Áður en Obama lenti var mikið umstang í höfuðborginni San Juan. Til… [Lesa meira]

Námumenn á táningsaldri í Bólivíu

Vídjó

Bólivísku unglingarnir Jorge og Alex fæddust inn í blákaldan veruleika fátæktar þeirra er komnir eru af indíánunum í Andesfjöllunum. Það að verða fullorðinn snýst ekki um að byrja að vinna, eins og hjá flestum unglingum heimsins, heldur að komast úr þrælavinnunni í námunum.

 

Jorge og Alex kynntust þegar þeir unnu saman í námunum, þegar þeir… [Lesa meira]

Hin svarta Rómanska Ameríka

Á árunum 1502 til 1866, lifðu 11,2 milljónir Afríkumanna af skelfilega ferð yfir Atlantshafið og urðu að þrælum í Nýja heiminum í óskiljanlega umfangsmiklum þrælaiðnaði Evrópuþjóðanna sem byggðu samfélög sín vestanhafs.

 

Samkvæmt bandaríska sagnfræðingnum David Eltis, sem er einn helsti sérfræðingur heims í sögu þrælahaldsins, lentu aðeins um 450 þúsund þessara Afríkumanna í Bandaríkjunum. Afgangurinn fór til landanna í Mið- og Suður-Ameríku og… [Lesa meira]

Hunter S. Thompson í Púertó Ríkó

Vídjó

Rum Diary, Rommdagbókin, skáldsaga eftir Hunter S. Thompson er loksins komin á hvíta tjaldið, en kvikmyndin hefur verið í vinnslu í áraraðir. Sagan fjallar um blaðamanninn Paul Kemp sem er þreyttur á New York og lífinu í forsetatíð Dwights Eisenhower. Kemp ræður sig því á blað í Púertó Ríkó, nýlendu Bandaríkjanna á Karíbahafinu. Hann… [Lesa meira]