Drulluskítug kókaínframleiðsla í frumskóginum

Vídjó

Kókaínframleiðsla í Suður-Ameríku fer oft fram með þessum hætti. Fátækir bændur safna gífurlegu magni af kókalaufum og vinna úr því kókaín í frumstæðum og heimagerðum efnaverksmiðjum í miðjum frumskóginum. Breski sjónvarpsmaðurinn Bruce Parry fylgdist með kókaínframleiðslu af þessu tagi í frumskógum Perú.

 

Þetta er drulluskítug aðferð – og eins Parry bendir á – og það… [Lesa meira]

Kvöldverður með nasista

Carlos Soria er argentínskur stjórnmálamaður sem nýlega var kjörinn héraðsstjóri Rio Negro í Argentínu.

 

Stuttu eftir kosningarnar birtist í blöðunum ljósmynd af veisluborði. Við þetta borð sitja fjórar manneskjur sem brosa út að eyrum. Hjónin fjær á myndinni eru Carlos Soria og konan hans.

 

Hjónin nær á myndinni eru Erich Priebke og konan hans. Hann er nasisti úr röðum SS-sveitanna og eftirlýstur stríðsglæpamaður er bjó… [Lesa meira]

Naggrís á teini í Ekvador

Vídjó

Hér sjáum við ferðalang í Ekvador gæða sér á grilluðum naggrís. Naggrísir eru upphaflega ættaðir frá Bólivíu, Perú, Ekvador og nærliggjandi löndum þar sem þeir lifðu í grasivöxnum hlíðum.

 

Þeir teljast til elstu húsdýra mannsins en talið er að naggrísir hafi fylgt fólki í fyrrnefndum löndum í þúsundir ára. Inkarnir voru með dýrin í húsum sínum… [Lesa meira]

„Í heimsókn hjá Kaffi konungi“: Stefan Zweig í Brasilíu

Austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig þurfti að flýja Evrópu á fjórða áratugnum vegna ofsókna nasista, en hann var gyðingur. Zweig settist að í Brasilíu og framdi sjálfsmorð þar ásamt konu sinni – eins og rakið er hér.

 

Hann heillaðist af Brasilíu og sendi árið 1941 frá sér bókina Brasilía – Land framtíðarinnar, sem vakti mikla athygli, enda var Zweig einn frægasti… [Lesa meira]

„Ég er Rómanska Ameríka, fótalaus þjóð sem gengur samt“

Vídjó

Calle 13 frá Púertó Ríkó er ein vinsælasta hljómsveit Rómönsku Ameríku nú um stundir.

 

Nýjasta lag sveitarinnar heitir Latinoamérica og er óður til fólks af öllum kynþáttum í öllum löndum Ameríku. „Ég er Rómanska Ameríka, fótalaus þjóð sem gengur samt,“ rappar René Pérez Joglar, sem kallar sig Residente.

 

Myndbandið við lagið var kvikmyndað í Perú. Það… [Lesa meira]

Indíánakonur í Andesfjöllunum stofna fótboltalið

 

Hátt uppi í Andesfjöllunum í Perú eru byggðir sárfátækra kotbænda af indíánaættum. Þetta er fólk sem býr á jaðri þjóðfélagsins, ekki bara landfræðilega heldur líka félagslega og efnahagslega.

 

Miklir þurrkar á undanförnum árum hafa gert bændum á þessum slóðum skráveifu. Hlýnun jarðar er alvarlegt vandamál fyrir fólkið í fjöllunum og því er mikilvægt fyrir það að reyna… [Lesa meira]

Jorge Luis Borges og landnámið á Mars

Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges skrifaði formálann að suðuramerísku útgáfunni af smásagnasafninu Martian Chronicles (Marsannálarnir) eftir Ray Bradbury.

 

Í formálanum ræðir Borges um vísindaskáldskap í fortíð og nútíð. Það skemmtilega bókmenntaform virðist miklu eldra en við gerum okkur grein fyrir. Borges minnist til dæmis sýrlenska heimspekingsins Lúkíaníusar frá Samosata sem var rómverskur þegn og skrifaði um verur á tunglinu.

 

Martian Chronicles er… [Lesa meira]

Argentína árið 1932

Bandaríska kvikmyndafyrirtækið MGM gerði árið 1932 athyglisverða ferðamynd um Argentínu og Buenos Aires. Á þeim árum bjuggu aðeins 2 milljónir manna í borginni, en í dag eru borgarbúar um 14 milljónir talsins ef öll úthverfi eru talin með.

 

Í þessari mynd – sem ber nafnið „Rómantíska Argentína“ – birtist okkur einkennilega björt og falleg sýn af Argentínu árið 1932 miðað við… [Lesa meira]

Mögnuð heimildarmynd eftir Werner Herzog um fólkið sem ferðaðist 10 þúsund ár fram í tímann

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog gerði árið 2000 stutta heimildarmynd um ættbálk í regnskógum Amasón sem uppgötvaðist árið 1981. Hún ber nafnið Tíu þúsund árum eldri. Myndin er tíu mínútna löng og var hluti kvikmyndinnar Tíu mínútum eldri sem var safn fimmtán stuttra mynda sem saman mynduðu eina heild. Allir kaflarnir fjölluðu um áhrif tímans í lífi manna.

 

Framlag Werners Herzog fjallaði… [Lesa meira]

Súrsætt stuðlag frá Ekvador um hryðjuverkin 11. september

Vídjó

Milljónir manna hafa séð myndbönd Ekvadorans Delfín Quishpe á YouTube.  Hann sló í gegn með laginu hér fyrir ofan, Torres Gemelas (ísl. Tvíburaturnunum), en í því syngur hann um hryðjuverkaárásirnar 11. september og kærustu sína sem var stödd í World Trade Center daginn örlagaríka árið 2001. Hann hrópar „no puede ser, noo…“ (ísl. Það getur ekki… [Lesa meira]