„Lút­erskur, drunga­legur og afskekktur staður“: Matvanda stórskáldið W.H. Auden á Íslandi sumarið 1936

Árið 1936 ferðaðist Breti um þrítugt til Íslands. Hann hét Wystan Hugh Auden, alltaf kallaður W.H. Auden og var um þær mundir eitt nafntogaðasta skáld enskrar tungu af yngri kynslóð og varð síðar eitt allra áhrifamesta ljóðskáld tuttugustu aldar.

 

Hann eyddi þremur mánuðum hér á landi ásamt vini sínum, írska skáldinu Louis MacNiece. Þeir gáfu síðan saman út bókina Letters from… [Lesa meira]

Albert Camus sendi barnakennara sínum þakkarbréf þegar hann fékk Nóbelinn

Franski rithöfundurinn Albert Camus hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1957. Venju samkvæmt hélt hinn nýbakaði verðlaunahafi ræðu í Stokkhólmsráðhúsi þar sem hann þakkaði fyrir sig, en hér má lesa ræðuna. En stuttu eftir athöfnina ritaði Camus bréf til barnakennara síns, Louis Germain, og þakkaði honum fyrir ómetanlega aðstoð og kennslu í æsku.

 

Hér er þetta bréf á íslensku:

 

19. nóvember… [Lesa meira]

Þegar Mario Vargas Llosa lamdi Gabriel García Márquez

Rithöfundurinn Gabriel García Márquez frá Kólumbíu er látinn. Hann hlaut Nóbelsverðlaun 1982 og er frægur um allan heim fyrir meistaraverkið Hundrað ára einsemd. Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem hlaut Nóbelinn 2010, er ekki síður virtur höfundur.

 

Þeir voru lengi miklir vinir, en árið 1976 gerðist eitthvað. Þeim lenti saman. Og á kvikmyndasýningu í Mexíkóborg 1976 réðist Vargas Llosa á Márquez og… [Lesa meira]

Litla nasista-fólkið: „Það talar þýsku. Það ber svipur.“

Rithöfundurinn John Christopher er þekktastur fyrir The Tripods (ísl. Þrífætlingarnir), röð af vísindaskáldsögum fyrir unglinga sem voru um tíma kenndar í ensku í grunnskólum á Íslandi.

 

Christopher skrifaði fleiri bækur, þar á meðal hryllingssöguna The Little People (ísl. Litla fólkið) sem kom út árið 1968. Sagan greinir frá írskum nasistadvergum sem ræna ferðalöngum. Lemúrinn er sérlega hrifinn af framhlið kápunnar, þar sem við… [Lesa meira]

Bréf Múmínmömmu til Íslendinga: „Firirgefa kvað ég stafa mykið vitlaust“

Þegar fyrsta bókin um Múmínálfana – Pípuhattur galdrakarlsins – kom út á íslensku, fylgdi henni bráðskemmtilegt bréf frá sjálfri Múmínmömmu. Bréfinu var beint til íslenskra barna. Steinunn Briem þýddi þetta meistaraverk Tove Jansson.

 

bref2

 

Elskuliga Islanzka Barn!

Þegar ég fá vita, að alla… [Lesa meira]

Geimverur éta einræðisherra: The State of the Art eftir Iain M. Banks

Það að ímynda sér hvernig samfélag og siðir okkar mannanna litu út frá sjónarhóli geimvera, t.d. marsbúa, er algeng þankatilraun. Við tökum ýmsu sem gefnum hlut þó það gæti virst utanaðkomandi vitsmunaverum stórfurðulegt. Vísindaskáldsagnahöfundar hafa gert sér mat úr þess konar þankatilraunum og skrifað sögur þar sem lesandinn skoðar samfélag jarðarinnar frá öðrum sjónarhóli. Glöggt er gests augað.

 

Þekktust er kannski… [Lesa meira]

Sex orða smásaga Hemingway kom fólki til að gráta

Þær eru ófáar skemmtisögurnar sem fara af bandaríska Nóbelsverðlaunahöfundinum Ernest Hemingway. Margar þeirra eru reyndar nokkuð ýktar, jafnvel hreinar lygar.

 

Með betri sögum sem fara af Hemingway er þegar hann ákvað að veðja við nokkra starfsbræður sína úr rithöfundastétt, að hann gæti skrifað smásögu sem væri aðeins sex orð að lengd – en gæti engu að síður fengið lesendur til að… [Lesa meira]

Breska ljóðskáldið Philip Larkin: „Mamma þín og pabbi fokka þér upp“

„Þau fokka þér upp, mamma þín og pabbi“. Svona hljómar fyrsta línan í frægasta ljóði breska skáldsins Philip Larkin. Ljóðið heitir This Be The Verse. Inntakið er ægilega svartsýnt en eins og Þorsteinn Gylfason heimspekingur skrifaði „er dálítið til í því“. Allavega nógu mikið til þess að breskur dómari vitnaði í það í harðvítugu forræðismáli.

 

Philip Larkin (1922-1985) starfaði lengst af… [Lesa meira]

Ævisögurnar í Kolaportinu: Glaðbeittir járnkarlar

Ævisögur og endurminningabækur er vinsælt bókmenntaform á Íslandi. Þegar gengið er í Kolaportinu – eða í fornbókabúðum – er auðvelt að koma auga á kynstrin öll af nokkurra áratugagömlum ævisögum um gráhærða karla.

 

Það er eitthvað sérlega íslenskt við þessa bókategund. Það er ekki laust við að það sé old spice-lykt af pappírnum. Skoðum nokkrar kápur af þessu tagi. Þeir sem… [Lesa meira]

„Síðasti hringberinn“: Hringadróttinssaga frá sjónarhorni Mordors

Sagan er rituð af sigurvegurunum. Eða svo segja menn.

 

Rússneski rithöfundurinn Kirill Eskov hefur túlkað Hringadróttinssögu Tolkiens sem einhliða frásögn sigurvegara. Árið 1999 gaf hann út Síðasta hringberann (rúss. Последний кольценосеu), skáldsögu sem greinir frá sömu atburðarás og Hringadróttinssaga, nema frá sjónarhorni íbúa… [Lesa meira]

Þrjár dýrasögur eftir Ívan Túrgenjev

Ívan Túrgenjev (1818-1883) var einn fyrsti rithöfundur Rússlands sem hlaut alþjóðlega hylli. Hér birtast þrjár stuttar sögur um dýr eftir hann. Þýðingin birtist í tímaritinu Örkum árið 1922, en við vitum ekki hver þýddi og þiggjum ábendingar um það. Lemúrinn færði til nútímastafsetningar.

 

***

 

Apinn

 

Ég ferðaðist einu sinni með litlu gufuskipi frá Hamborg til London. Við vorum aðeins… [Lesa meira]

Uppáhaldsbækur Hitlers: Kúrekabækur Karls May, Júlíus Sesar og Róbinson Krúsó

Adolf Hitler var frægari fyrir að brenna bækur en að safna þeim. En eins og bandaríski sagnfræðingurinn Timothy W. Ryback hefur komist að átti hann 16.000 bækur í hirslum sínum þegar hann framdi sjálfsmorð í byrginu árið 1945, 56 ára að aldri. Hvaða bækur voru það? Og hvað segja bækur um safnara sína? Skipta þær einhverju máli?

 

Þýski gyðingurinn og heimspekingurinn Walter Benjamin,… [Lesa meira]