Íslenzkar ljóðabækur: Fyrsta útgáfa

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson er ljóðskáld, ljóðaunnandi og bókasafnari. Rétt fyrir árslok 2014 tók hann sig til og tók ljósmyndir af hreint mögnuðu ljóðabókasafni sínu. Myndirnar af bókunum sýna glögglega fram á mikið hugvit íslenskra skálda undanfarinna ára og áratuga. Bækurnar sjálfar eru miklir dýrgripir og jafn mikill vitnisburður um grafíska hönnun/bókahönnun á Íslandi og blómlegt bókmenntalíf þjóðarinnar.

 

Margar bækurnar eru svo… [Lesa meira]

„Ég er aumingi“: Hlustið á Þórberg Þórðarson lesa (og syngja) úr verkum sínum

Vídjó

Árin 1970 og 1971 komu út hljómplötur hjá Fálkanum með lestri Þórbergs Þórðarsonar á ýmsum verkum sínum.

 

Hlustið hér fyrir ofan á Þórberg lesa með sinni bráðskemmtilegu og sérstæðu frásagnarlist. Í þessari klippu les hann ýmis kvæði. Fyrsta kvæðið „Ég er aumingi“ raular hann reyndar, með frábærum tilþrifum.

 

Hér les Þórbergur innganginn að bókinni Íslenzkur aðall:

… [Lesa meira]

Töff ljóðakvöld: Dennis Hopper les „Ef…“ eftir Kipling í þætti Johnny Cash

Vídjó

 

Árið 1970 kom Dennis Hopper fram í sjónvarpsþætti kántríkóngsins Johnny Cash og flutti ljóðið „If—“ eftir Rudyard Kipling.

 

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Dennis Hopper (1936-2010) var einn af áhrifamestu listamönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Árið 1969 gerði hann Easy Rider, gríðarlega áhrifamikla mynd sem endurspeglaði menningu og viðhorf ungs fólks vestanhafs.

 

Hér er ljóðið… [Lesa meira]

Mikki mús reynir að svipta sig lífi

Svartur húmor var vinsælt skemmtiefni á fyrri hluta tuttugustu aldar og stórstjörnur á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton gerðu óspart grín að þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum til þess eins að skemmta áhorfendum sínum.

 

Walt Disney, teiknimyndagerðarmaðurinn frægi, var barn síns tíma og fylgdist vel með þessum skopmyndum samtímamanna sinna. Kvikmyndin Haunted Spooks frá árinu 1920 var í sérlegu uppáhaldi hjá honum. Í henni… [Lesa meira]

Borges faðmar súlu á Hótel Esju

Argentínumaðurinn Jorge Luis Borges var einn áhrifamesti rithöfundur tuttugustu aldar. Hann var gríðarlegur lestrarhestur og lýsti sjálfum sér sem lesanda fremur en höfundi. Borges var fjölfræðingur, þekkti sögu og bókmenntir fjarlægra landa.

 

Hann heillaðist snemma af Íslendingasögunum og varð fyrir miklum áhrifum af þeim. Af þeim sökum ferðaðist Borges nokkrum sinnum til Íslands á áttunda áratugnum. Á þeim árum var Borges, sem… [Lesa meira]

Íslenskur Róbinson Krúsó dúsaði á eyðieyju á 18. öld

Á 18. öld kom út í Danmörku saga um íslenskan skipbrotsmann sem lent hafði á eyðieyju og dúsað þar einn líkt og Róbinson Krúsó.

 

Skip sekkur út á langt úti á hafi, og langt fjarri meginlöndunum. Í stormi og brotsjó kemst aðeins einn af skipverjunum lífs af. Við illan leik nær hann landi á lítilli eyju.

 

Næstu daga, vikur, mánuði, ár þarf… [Lesa meira]

Lagið um að drepa araba var ekki hatursáróður heldur vísun í bókmenntir

Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa sótt innblástur í bækur og bókmenntir. Frægt dæmi um lag sem byggt er á bókmenntaverki er Killing an Arab, fyrsta smáskífa The Cure, sem hljóðrituð var 1978.

 

Texti lagsins lýsir miðpunktinum í Útlendingnum eftir Albert Camus, þegar alsírski Frakkinn Mersault skýtur ónefndan araba til bana á ströndinni af engri ástæði.

 

Titill lagsins, Killing an Arab eða Að drepa… [Lesa meira]

Var Grænjaxlabók Ripps, Rapps og Rupps spádómur um internetið og snjallsíma?

Ungarnir Ripp, Rapp og Rupp í Andrésblöðunum stunda skátastarf með æskulýðssamtökunum Grænjöxlunum. Samtökin gefa út ótrúlega bók, Grænjaxlabókina, sem inniheldur upplýsingar um nánast allt í heiminum. Getur verið að þessi bók sé snjall spádómur um internetið? 

 

Ungarnir hafa oft bjargað frændum sínum, þeim Andrési Önd og Jóakim Aðalönd, úr hremmingum með því að fletta í þessari bók. Þeir eru einstaklega snöggir að… [Lesa meira]

Iggy Pop dásamar Rómarsögu Gibbons í fræðitímariti

Rokkgoðsögnin Iggy Pop er mikill andans maður. Hann hefur til dæmis mikinn áhuga á Rómarsögu. Árið 1995 birti hann bráðskemmtilega grein um áhuga sinn á bókinni The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, sem enski sagnfræðingurinn Edward Gibbon skrifaði á árunum 1776-1789. Það er eitt áhrifamesta sagnfræðirit allra tíma og lýsir í löngu máli sögu Rómaveldis, falli þess… [Lesa meira]

Tove Jansson myndskreytti Hobbitann

Höfundur Múmínálfanna, Finninn Tove Jansson, myndskreytti Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien fyrir sænska útgáfu bókarinnar 1962. Bókin er löngu uppseld í dag. Hobbitinn fjallar um ferðalag og ævintýri hobbitans Bilbó og er nokkurs konar formáli Hringadróttinssögu.

 

Margir listamenn hafa túlkað þessar sögur Tolkiens í myndskreytingum, en LEMÚRINN hefur til dæmis sagt frá rússneskri útgáfu sögunnar. Svo má til gamans minna á rússneskar… [Lesa meira]

Palle Huld: Danski drengurinn sem ferðaðist umhverfis jörðina og var fyrirmyndin að Tinna

Árið 1928 fór 15 ára danskur drengur í heimsreisu á vegum dagblaðsins Politiken. Belginn Hergé notaði hann sem fyrirmynd að Tinna.

 

Þetta er eins og að sjá ljósmynd af minningu sem átti sér ekki stað. Tinni sjálfur, í fötunum sínum, þessum framandlegu klæðum frá þriðja áratugnum, hann er hér á ljósmynd. Hvað næst? Ljósmynd af jólasveinunum? Grýlu? Múmínálfunum?[Lesa meira]

Bandaríski dátinn sem ferðaðist aftur til víkingaaldar á Íslandi

Hvað ef nútímamaður myndi ferðast aftur til ársins 900 á Íslandi? Hvernig yrði honum tekið?

 

Árið 1956 birti Poul Anderson smásöguna The Man Who Came Early, Maðurinn sem kom snemma, í tímaritinu The Magazine of Fantasy and Science Fiction.

 

Hinn dansk-bandaríski Anderson, sem lést árið 2001, var einn af merkustu höfundum Bandaríkjanna á sviði vísindaskáldsagna á tuttugustu öld og skrifaði ógrynni vinsælla bóka.

 

Eitt… [Lesa meira]