Sögur Tove Jansson af Múmínálfunum og félögum þeirra í Múmíndal hafa í gegnum árin orðið ótal teiknimynda- og kvikmyndagerðarmönnum innblástur. Wikipedia telur að minnsta kosti fjórtán sjónvarpsþætti og kvikmyndir um Múmínálfana sem hafa verið framleiddir undanfarna áratugi um heim allann.

 

Teiknimyndaþættirnir sem sýndir voru í Morgunsjónvarpi RÚV í áraraðir eru til dæmis japanskir, en einnig hafa verið gerðir Múmínþættir í Þýskalandi, Póllandi og víðar. Þó að þessir þættir séu að sjálfsögðu eins ólíkir og þeir eru margir er útlit Múmínálfanna sjálfra yfirleitt svipað endaði teiknaði Tove Jansson sjálf myndir af sköpunarverkum sínum.

 

Ein undantekning er þó á þessu. Á árunum 1980-1983 framleiddu sovéskir teiknimyndagerðarmenn þrjá þætti um Múmínálfana, byggða á bókinni Pípuhattur galdrakarlsins. Af einhverjum ástæðum ákváðu Sovétmennirnir að gjörbreyta útliti Múmínálfanna svo að þeir eru næsta óþekkjanlegir jafnvel mestu Múmínvinum.

 

Nef Múmínálfanna sjálfra voru minnkuð til muna, Snúður er af einhverjum ástæðum með gogg, Múmínpabbi hefur látið sér vaxa myndarlega barta, önnur hver persóna gengur í smekkbuxum, og fleiri furður.

 

Í byrjun bókarinnar skríður Múmínsnáðinn ofan í kynngimagnaðan pípuhatt galdrakarlsins með þeim leiðu afleiðingum að hann umbreytist í óþekkjanlegt, ósjálegt furðudýr. Þess gerist þó varla þörf hér þar sem hinir sovésku Múmínálfar eru allir þegar furðulegir og óþekkjanlegir.

 

 

Snúður, ert þetta þú?!

 

Ábúðarmikill Múmínpabbi með barta.

 

Snabbi og Múmínmamma.

 

Múmínsnáðinn.

 

Morrinn er ekki alveg jafn hræðilegur með þennan hatt.

 

Múmíndalurinn sjálfur er þó nokkuð samur við sig. Múmínsnáðinn og Snúður á brúnni.

 

Hér má horfa á þættina um Pípuhatt galdrakarlsins — rússneskt tal og því miður enginn texti.

Vídjó

 

Sjá einnig: Sovéski Hobbitinn.