Útlenskar kápur Laxness

Nóbelsskáldið Halldór Laxness er vafalítið einn af frægustu íslensku rithöfundum á erlendri grundu. Samkvæmt vefsíðu Gljúfrasteins hafa verk hans verið þýdd á meira en 40 tungumál og komið út í meira en 500 útgáfum erlendis.

 

Lemúrinn leit á nokkrar kápur af bókum Laxness á ýmsum tungumálum. Það er forvitnilegt að sjá þessi verk í öðrum búningum en svarthvíta munstrinu sem við þekkjum… [Lesa meira]

Sovéski Hobbitinn

Hobbitinn, hin klassíska saga J.R.R. Tolkien, kom út í Sovétríkjunum árið 1976. Sagan, sem er nokkurs konar inngangur að hinum mikla bálki Hringadróttinssögu, fjallar um ævintýri hobbitans Bilbó Bagga og fyrstu kynni hans af hringnum eina og fyrrum eiganda hans, Gollri.

 

Kvikmynd sem byggð er á sögunni mun verða sýnd bráðlega. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1978 í þýðingu feðganna Úlfs Ragnarssonar… [Lesa meira]

Valentínusarkort Kerouac til móður sinnar

Þetta valentínusarkort með vaxlitakveðju frá 1933 eru elstu varðveittu skrif bítnikkans Jack Kerouac – eða Ti-Jean eins og hann var kallaður í barnæsku (New York Public… [Lesa meira]

Hemingway á Kúbu

„Havana almennt og sér í lagi Finca Vigía, voru einu raunverulegu heimilin sem Hemingway átti um ævina. Það var þar sem næstum hálfur rithöfundarferill hans átti sér stað og þar sem hann skrifaði bestu verkin sín.

 

Maður býr á þessari eyju því það er nóg að klæða sig í skóna til að fara til borgarinnar, því það er hægt að kæfa… [Lesa meira]