Ævisögur og endurminningabækur er vinsælt bókmenntaform á Íslandi. Þegar gengið er í Kolaportinu – eða í fornbókabúðum – er auðvelt að koma auga á kynstrin öll af nokkurra áratugagömlum ævisögum um gráhærða karla.

 

Það er eitthvað sérlega íslenskt við þessa bókategund. Það er ekki laust við að það sé old spice-lykt af pappírnum. Skoðum nokkrar kápur af þessu tagi. Þeir sem hafa lesið bækurnar eru hvattir til að tjá sig um þær.

 

Hvaða kápa er flottust og hvaða titill er snjallastur? Myndirnar eru teknar af síðunni Land og saga.

 

Í kynningu segir: „Þessi bók spannar 60—70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleðimanns,sem flestir þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna og dá fyrir hreinskilni og hvassan penna. Hér gætir ef til vill að nokkru breka þroskaáranna og þá kannski líka óra ellinnar, eins og höfundur kemst sjálfur að orði i formála bókarinnar, því sá Magnús Stormur, sem á fyrri hluta þessa tímabils lifði „hinu ljúfa lífi“ við drykkju og spil og naut samvista við fagrar konur og átti að auki 10—12 gangandi víxla í bönkum, hefur nú söðlað um og breytt um lífsstil. Heimslistamaðurinn er orðinn lystarlaus á vin og konur, lætur sér nægja að spila bridge, og í stað víxlanna er komin vaxtaaukabók.“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

BKHTHA7968