Rithöfundurinn John Christopher er þekktastur fyrir The Tripods (ísl. Þrífætlingarnir), röð af vísindaskáldsögum fyrir unglinga sem voru um tíma kenndar í ensku í grunnskólum á Íslandi.

 

Christopher skrifaði fleiri bækur, þar á meðal hryllingssöguna The Little People (ísl. Litla fólkið) sem kom út árið 1968. Sagan greinir frá írskum nasistadvergum sem ræna ferðalöngum. Lemúrinn er sérlega hrifinn af framhlið kápunnar, þar sem við fáum að sjá nasistadvergana í allri sinni dýrð. Lýsingin á bakhliðinni er einnig ógleymanleg:

 

Litla fólkið – Álfar? Djöflar?  Það talar þýsku. Það ber svipur. Og á dularfullan hátt tengist það tilraunum nasista í glæsilegum gömlum írskum kastala í seinni heimsstyrjöld.

 

Hér sjáum við kápuna á The Little People:

 

elves

 

little-people-1

 

little-people-2