Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Fangelsi í Argentínu árið 1877

Fangelsi í Buenos Aires árið 1877. (Archivo General de la… [Lesa meira]

Bylting í París, 1848

Júní 1848. Bylting var gerð í París um vorið og breiddist hratt um alla Evrópu. Þessa mynd tók maður að nafni Thibault hinn 26. júní 1848 af Saint-Maur-Popincourt-götu í París eftir átök.

 

Rætt er um myndina á vefsíðu Musée d’Orsay:

 

„Þessi ljósmynd frá byltingunni 1848 er stórmerkileg heimild; hún var tekin einhvern tímann á þeim fjórum dögum í júní þegar nokkur… [Lesa meira]

Lestarslysið í Montparnasse, 1895

Haustið 1895 rataði lestarstöðin í Montparnasse í heimsfréttirnar þegar lest númer 56 brunaði yfir lestarhindrun, braust í gegnum framhlið stöðvarinnar og hrapaði svo um tíu metra niður á götuna fyrir neðan. Þótt ótrúlegt megi virðast varð aðeins eitt dauðsfall, en ung kona sem var að selja dagblöð fyrir framan stöðina grófst undir brakinu. Myndin hér að ofan var tekin af… [Lesa meira]

Snjór, snjór, snjór

Reykjavík, 6. mars 2013 (ljósmynd: Daníel Freyr Sólveigarson).

 

Snjór, snjór, snjór.

 

Snjór í lofti og snjór á jörð.

 

Svo hefst fyrsta bindið í Sögu borgaraættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson, Ormarr Örlygsson. Þau upphafsorð eiga vel við í… [Lesa meira]

Kettlingur í flóttamannabúðum, 1988

Palestínskir vígamenn í flóttamannabúðum í Bourj al-barajneh í Beirút í Líbanon, árið… [Lesa meira]

Þúsundasta greinin: Kastró fær sér pylsu í New York

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sporðrennir hér heitum hundi í Bronx í New York-borg árið 1959, stuttu eftir að hafa leitt byltingu í landinu sínu. Þess má geta að þetta er þúsundasta greinin sem birst hefur á Lemúrnum frá stofnun hans í október 2011!

 

[Lesa meira]

Reykjavík árið 1904

Glæsileg ljósmynd sýnir miðbæ Reykjavíkur árið 1904. Lækjartorg, Austurstræti og Hafnarstræti fremst. Höfnin, vesturbærinn og fleira í bakgrunni. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Wikimedia Commons)

 

Tengdar greinar: Fólk í Reykjavík fyrir 100… [Lesa meira]

Þinghöllin í Búkarest

Hér sést þinghöllin í Búkarest.  Byggingin stendur á Úranus-hól í miðri höfuðborg Rúmeníu.  Hún var byggð á árunum 1983-1989 og er stærsta, dýrasta og þyngsta stjórnsýslubygging veraldar, með 1.100 herbergi sem eru samtals 340 þúsund fermetrar.

 

Þetta nýklassíska stórvirki var hugarfóstur kommúnistaleiðtogans Nicolae Ceaușescu, en hann stjórnaði Rúmeníu með harðri hendi á árunum 1967-1989. Fletja þurfti stóran hluti af gamla hverfinu í… [Lesa meira]

Geysir um 1910

Geysir um 1900-1920. Magnús Ólafsson tók myndina. Ljósmyndasafn… [Lesa meira]

Ungi saxófónleikarinn Bill Clinton

Hér sést ungur Bill Clinton með saxófón.

 

Clinton var ríkisstjóri Arkansas-fylkis 1983-1992 og svo forseti bandaríkjanna 1993-2001. Í sjálfsævisögu sinni lætur hann eftirfarandi orð falla um hljóðfæraleik sinn:

 

Á mínu sextánda ári ákvað ég að gerast þátttakandi í opinberu lífi og sækjast eftir kjöri sem fulltrúi þjóðarinnar. Ég elskaði tónlist og hélt að ég gæti orðið mjög góður, en ég… [Lesa meira]

Breskur hermaður og braggarnir

Mynd þessi er úr persónulegu ljósmyndasafni breska hermannsins J.online casino M. Swinard, en hann tók þátt í hernámi og hersetu Breta á Íslandi 1940-1942. Hér sést mynd af honum í Reykjavík, að halla sér upp við Bedford-bifreið. Braggarnir sjást í… [Lesa meira]

Birgðastöð Bandaríkjahers í Reykjavík 1942

Hér sjáum við birgðastöð Bandaríkjahers við Tryggvagötu í Reykjavík árið 1942.

 

Myndin er úr bókinni United States Army in World War II: The Western Hemisphere (ísl. Bandaríkjaher í Síðari heimsstyrjöld: Vesturlönd) eftir Stetson Conn, Rose Engelman og Byron… [Lesa meira]