Rottufaraldur olli íbúum í Stokkhólmi höfuðverk í byrjun tuttugustu aldar. Til þess að ráða niðurlögum þessarar pestar voru borgarbúar hvattir til þess að veiða rottur, og fengu menn tvo sænska aura fyrir hvert skott sem þeir framvísuðu.

 

Hér eru glaðir Svíar á rottuveiðum í bakgarði í hverfinu Norrmalm. (Stockholmskällan.)