Svuntuþeysara-Bretland: Skemmtileg heimildarmynd um breska synthpoppið

Vídjó

Synth Britannia er skemmtileg heimildarmynd um tilkomu rafrænnar tónlistar og áhrif hennar á breska poppmúsík.

Bresk ungmenni upplifðu sig undir lok áttunda áratugarins sem þegna í framtíðarríki á borð við það sem birtist í kvikmyndinni Clockwork Orange. Þau fóru að nota framtíðartól á borð við hljóðgervla til að skapa tónlistina sem passaði við umheiminn þeirra:… [Lesa meira]

„Endurfæðing Þýskalands“: Frábær heimildarmynd um Krautrock og eftirstríðsárin

Vídjó

 

Þýskaland 1945. Árið er núll.

Borgir, menning og allt annað eru rústir einar.

Það var komið að því að endurbyggja.

 

Þetta eru inngangsorð heimildarmyndarinnar Krautrock: The Rebirth of Germany. Hún segir söguna af hinum óhemju fersku tónlistarstraumum í Þýskalandi undir lok sjöunda áratugarins og þeim áttunda. Á bak við hana var kynslóð eftirstríðsáranna, fólk sem fæddist í kringum… [Lesa meira]

Kona Bandaríkjaforseti? Hahaha! Verður vesalings karlinn hennar þá „The First Lady“?

„Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk gamanmynd um fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna, og vesalings eiginmanninn, sem auðvitað verður „The First Lady“.“

 

Þannig hljómaði auglýsing frá Hafnarbíói í blöðunum árið 1971. Gamanmyndin var Kisses for my President. Það voru ýkjur að myndin væri ný, því hún kom fyrst út árið 1964, en svo gerðust kaupin á eyrinni í bíómálum Íslendinga á þeim árum.

 

Söguþráður myndarinnar er í… [Lesa meira]

Heimildarþættir um spænsku borgarastyrjöldina

Borgarastyrjöld braust út á Spáni árið 1936 þegar fasísk íhaldsöfl — falangistarnir svokölluðu — risu upp gegn lýðræðislega kjörinni vinstristjórn landsins. Styrjöldin stóð yfir í þrjú ár, kostaði um hálfa milljón manns lífið og hefur haft afgerandi áhrif á stjórnmál, sögu og menningu Spánar fram til dagsins í… [Lesa meira]

William H. Macy, mesti lúser kvikmyndasögunnar

Vídjó

Í þessu skemmtilega myndbandi sjáum við stórleikarann William H. Macy, sem leikið hefur í mörgum frábærum kvikmyndum, niðurlægðan á ótal vegu í 27 ólíkum myndum. Macy fer oftast með hlutverk lúsera og aumingja. Fáir leikarar hafa verið niðurlægðir oftar.

 

Klippurnar eru úr eftirtöldum kvikmyndum:

 

The Last Dragon (1985) Homicide (1991) Being Human (1994) Oleanna (1994) Roommates (1995) Mr. Holland’s Opus (1995) Fargo… [Lesa meira]

The Mayfair Set: Fjórar sögur um valdabreytingar í Bretlandi á eftirstríðsárunum

Vídjó

„We are concerned with making money. That is what we are trying to do.“

 

Bretinn Adam Curtis hefur gert fjölmarga skemmtilega og fróðlega heimildarþætti í gegnum árin. Lesendur kannast ef til vill við þáttaraðir hans The Trap, The Power of Nightmares og Century of the Self, svo eitthvað sé nefnt.

 

The Mayfair Set frá árinu 1999 eru merkilegir heimildarþættir… [Lesa meira]

Svarti listinn í Hollywood og nornaveiðarnar í kalda stríðinu

Á árunum í kringum 1950 voru stundaðar nornaveiðar gegn kommúnistum í Bandaríkjunum. Margir leikarar og kvikmyndagerðarmenn voru settir á svartan lista sem meinaði þeim að starfa í Hollywood. Þetta eyðilagði feril margra hæfileikaríkra listamanna. Leikkonan Lee Grant var á meðal þeirra þó hún hefði aldrei komið nálægt kommúnisma.

 

Þegar teikningarnar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten árið 2005 varð umræða um… [Lesa meira]

Rasismi og kynferðislegir undirtónar: Shirley Temple lék í vafasömum stuttmyndum á leikskólaaldri

Ein frægasta barnastjarna sögunnar lék í furðulegum stuttmyndum þegar hún var enn á leikskólaaldri. Myndirnar eru vægast sagt vafasamar í augum okkar nútímamanna – hafa tilvísun í kynferðismál og kynþáttahatur. Í ævisögu sinni lýsti Temple þessum myndum sem „ljótri misþyrmingu á barnslegu sakleysi“. 

 

Ef þú pantar Shirley Temple á bar áttu von á því að fá óáfengan kokteil sem inniheldur engiferöl… [Lesa meira]

Var kynlífið betra í Austur-Þýskalandi?

Heimildarmyndin Er kynlífið betra hjá kommúnistum? (e. „Do Communists Have Better Sex“) ber saman viðhorf, stefnur og hugmyndir um kynlíf í Austur- og Vestur-Þýskalandi á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Fjölmargir kynfræðingar hafa komist að því að íbúar Þýska alþýðulýðveldisins, eða Austur-Þýskalands, áttu mun innihaldsríkara og ánægjulegra kynlíf en íbúar Sambandslýðveldins í vestri. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til stöðu kvenna… [Lesa meira]

Bítlarnir vildu leika í Hringadróttinssögu

Fróði: Paul McCartney. Sómi: Ringo Starr. Gandalfur: George Harrison og síðast en ekki síst Gollrir: John Lennon.

 

Bítlarnir brölluðu ýmislegt þegar líða tók á feril hljómsveitarinnar. Fyrir utan að senda frá sér hvert meistarastykkið á fætur öðru stofnuðu þeir útgáfufyrirtækið Apple Records árið 1968. Samfara því starfræktu þeir lítið kvikmyndaver, Apple Films. Myndirnar Magical Mystery Tour og Yellow Submarine urðu þar… [Lesa meira]

Hundrað ára kafari talar um síðustu kvikmynd sína og vináttuna við Hitler

Vídjó

Þýska kvikmyndagerðarkonan Leni Riefenstahl er þekktust fyrir að hafa starfað fyrir Adolf Hitler á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina en hún gerði heimildarmyndirnar Sigur viljans og Olympiu. Var hún áróðursmeistari eða einstakt og ómetanlegt vitni um sturlað tímabil í þýskri sögu?

 

Hún svarar spurningum um kynni sín af Hitler og lýsir ótrúlegum ferli sínum í þessum… [Lesa meira]

Franskur leikari hermir eftir kvikmynd Ingmars Bergman á innan við mínútu

Vídjó

Franski grínleikarinn Jacques Villeret (1951-2005) fer hér með óborganlega túlkun á dæmigerðri kvikmynd eftir sænska kvikmyndaleikstjórann Ingmar… [Lesa meira]