„Við viljum bjór.“ Bandaríkjamenn mótmæla áfengisbanninu þar í landi, einhvern tímann á árunum 1920-1930.
Sala áfengis var bönnuð vestanhafs árið 1920 með átjándu viðbótinni við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi tilraun til þess að bæta siðgæði Bandaríkjamanna var gríðarlega óvinsæl hjá mörgum og gat af sér stóran svartan markað í höndum skipulagðra glæpagengja. Ákvæðið var að lokum afnumið 1933 eftir árangurslausa þrettán ára baráttu laganna varða.