„Við viljum bjór.“ Bandaríkjamenn mótmæla áfengisbanninu þar í landi, einhvern tímann á árunum 1920-1930.

 

Sala áfengis var bönnuð vestanhafs árið 1920 með átjándu við­bót­inni við stjórn­ar­skrá Bandaríkjanna. Þessi til­raun til þess að bæta sið­gæði Bandaríkjamanna var gríðarlega óvinsæl hjá mörgum og gat af sér stóran svartan markað í höndum skipulagðra glæpagengja. Ákvæðið var að lokum afnumið 1933 eftir árang­urs­lausa þrettán ára bar­áttu lag­anna varða.