Rússland er samkvæmt mælingum fjórða mesta drykkjuþjóð í heiminum. Langmest af því sem þeir sturta í sig er sterkt áfengi og þá helst vodka, en vín og bjór drekka þeir í miklu minna mæli. Vodkahefðin er auðvitað eldgömul og teygir sig aftur í aldir.
Hér sjáum við merkilegar ljósmyndir af Rússum að fá sér áfengi um og eftir aldamótin 1900. Stjórnvöld á ýmsum tímum hafa reynt að takmarka drykkjuna með misjöfnum árangri.
Fyrst sjáum við ýmsar áróðursteikningar sem áttu að hvetja fólk til að setja tappann í flöskuna. Áfengisbölinu var líkt við djöful. Við þökkum Igor Kozlovsky fyrir þessar myndir.