Börn framan við hús Ó. Johnson og Kaaber í Hafnarstræti, 17. júní 1928. Hér sjáum við svipmyndir af hversdagslífinu í Reykjavík um 1930. Til dæmis bakarí, hárgreiðslustofur, frystihús og sauðfé.

 

Ljósmyndarinn Magnús Ólafsson (1862-1937) er góðkunningi á síðum Lemúrsins. Það er ekki síst vegna magnaðra mynda sem hann tók af Reykjavík á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar en þær eru varðveittar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Magnús varð smátt og smátt einn merk­asti myndasmiður lands­ins og tók ómet­an­legar ljós­myndir.

 

Magnús lést árið 1937. Myndirnar sem við sjáum hér eru því frá seinni helmingi ævinnar þegar ljósmyndarinn var orðinn roskinn og þaulreyndur á sínu sviði.

 

Höfuðborgin hefur breyst hratt frá fyrstu árum aldarinnar þegar Magnús tók fyrstu skrefin í ljósmyndun. Reykjavík er ekki lengur sama agnarlitla þorpið.

 

MAO 329

1932. Hús Landssíma Íslands við Austurvöll nýrisið.

 

Lesið minn­ing­ar­orð um Magnúsar Ólafs­son sem birt­ust í Morgunblaðinu árið 1937.

 

Lemúrinn hefur margsinnis birt myndir eftir Magnús. Hér eru til dæmis mynda­söfn Magnúsar:

Fólk í Reykjavík fyrir hundrað árum

Ísland fram­andi land: Fortíðin á ald­ar­gömlum ljós­myndum Magnúsar Ólafssonar

Andlit fortíðarinnar: Ísland fyrir hundrað árum með augum Magnúsar Ólafssonar

 

Stórmerkilegur mynda­banki Magnúsar Ólafs­sonar er geymdur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Safnið er eitt fjöl­margra stofn­ana í heim­inum sem hlaðið hefur inn merki­legum gömlum ljós­myndum hjá Commons-​​​​verkefninu hjá vef­síð­unni Flickr. 

 

Það er mik­il­vægt að söfn miðli ger­sem­unum sem þau geyma og Lemúrinn fagnar í hvert skipti sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur hleður inn myndum á netið fyrir almenn­ing. Við minnum einnig á annað bráð­skemmti­legt verk­efni sama safns á net­inu, Ljósmynd vik­unnar.

 

Við hvetjum öll söfn og stofn­anir lands­ins sem geyma ljós­myndir sem hafa sögu­legt og menn­ing­ar­legt gildi að gera þær aðgengi­legar á sta­f­rænu formi. Landmælingar Íslands er dæmi um opin­bera stofnun sem nýlega fór þá leið.

 

MAO 186

Átta karlmenn með reiðhjól við Tjörnina í Reykjavík, 1920-1930.

MAÓ 189

Bankastræti 7a (þar sem Sólon er í dag) og Gamla Bíó í byggingu, 1926.

MAO 830

Bankastræti 10-12. Verslunin Jón Björnsson og Co.

MAÓ 139

Einar Jónsson, myndhöggvari á vinnustofu sinni í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti, 1923 – 1930.

MAÓ 262

Hafnarstræti, um 1930.

MAO 341

Hárgreiðslustofa Kristólínu Kragh, 1931.

Maður rekur sauðfé á Hverfisgötu, 1920-1930.

Maður rekur sauðfé á Hverfisgötu, 1920-1930.

Mynd tekin á sama tíma og MAÓ 1602 og MAÓ 1706

Sænska frystihúsið, sumarið 1930.

MAÓ 3

Saltfiskvinna á stakkstæði Alliance við Mýrargötu, um 1930.

MAO 843

Skátar klífa fjall um vetur. 1925-1935.

MAO 614

Starfsfólk Björnsbakarís framan við bakaríið við Vallarstræti, um 1925.

MAO 651

Strandgata í Hafnarfirði, 1915-1930.

MAO 256

Sundhöll Reykjavíkur við Bergþórugötu, 1936.

MAO 810

Þrír menn sitja við borð á kaffihúsi, um 1930.

Verslunin Hamborg í Aðalstræti 9, ca 1925.

Verslunin Hamborg í Aðalstræti 9, ca 1925.