Nemendur í Tannskurðlækningaskólanum í Chicago (Chicago College of Dental Surgery) stilla sér huggulega upp að lokinni kennslustund í krufningu. Myndin er tekin árið 1894. (Wisconsin Historical… [Lesa meira]
Útrýmingarbúðirnar í Stutthof árið 1945
Nasistar starfræktu útrýmingarbúðirnar Stutthof nálægt þýsku borginni Danzig við Eystrasaltið, sem nú er innan pólsku landamæranna og nefnist Gdańsk.
85 þúsund manns létust í fangabúðunum á árunum 1939-1945. Gyðingar voru í minnihluta í búðunum en fangarnir voru flestir pólskir borgarar sem nasistar vildu feiga.
Hin áhrifamikla mynd hér fyrir ofan var tekin við komu Sovétmanna í búðirnar í maí 1945.
Fræg réttarhöld voru haldin yfir starfsfólki Stutthof-búðanna vorið 1946… [Lesa meira]
Í turni þagnarinnar
Samkvæmt saraþústratrú, hinum fornu trúarbrögðum Persa, er mannslíkaminn óhreinn eftir andlátið. Það þykir því ekki við hæfi að óhreinka jörðina með því að grafa lík í jörðu. Í stað þess á að koma líkum fyrir í sérstökum opnum turnum langt frá mannabyggðum, sem kallaðir eru dakhma eða þagnarturnar. Veður, vindar og hrægrammar taka svo til sín líkamsleifarnar.
Ekki eru lengur nógu margir… [Lesa meira]
Hermennirnir sem frusu í hel, Stalíngrad árið 1943
Þessi mynd sovéska ljósmyndarans Sergei Strunnikov sýnir lík þýskra hermanna sem frusu í hel í orrustunni í Stalíngrad. Orrustan var ein sú allra viðbjóðslegasta í sögu hernaðar í heiminum, en um tvær milljónir manna féllu í… [Lesa meira]
Hættulegu kokkarnir
Málverk eftir belgíska súrrealistann James Ensor, frá 1896. Höfuðið á bakkanum er Ensor sjálfur — veitingahúsgestirnir eru gagnrýnendur.
Frekari umfjöllum um þetta verk má finna á heimasíðu bandaríska listasafnins… [Lesa meira]
1300 byssukúlur til þess að drepa einn hermann
Rúmlega 260.000 manns létust í stríði Frakka og Prússa, sem stóð í rúmt ár, frá júlí 1870 til maí 1871.
Franska vísindatímaritið La Nature reiknaði síðar einhvernveginn út fjölda byssukúlna sem þurfti til þess að drepa hvern hermann, að meðaltali. Útkoman varð 1300 byssukúlur, eins og sést á þessari… [Lesa meira]
Kornungi vitorðsmaðurinn og morðið á Abraham Lincoln
Þessi myndarmaður fyrir ofan var tekinn af lífi með hengingaról hinn sjöunda júlí 1865 í herstöð í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Hann hét Lewis Powell og var meðlimur í einum alræmdasta félagsskap í sögu Bandaríkjanna; hópnum sem skipulagði morðið á Abraham Lincoln forseta og tilræði við fleiri valdamenn.
Lewis var félagi John Wilkes Booth sem skaut Lincoln til bana í Ford-leikhúsinu á föstudaginn langa,… [Lesa meira]
Bréf af hafsbotni: Ég bið að heilsa öllum. Örvæntið ekki
Um hádegisbil þann 13. ágúst árið 2000 urðu tvær öflugar sprengingar um borð í rússneska kjarnorkukafbátinum Kúrsk. Kafbáturinn var þá staddur á hundrað metra dýpi neðansjávar í Barentshafi. Um borð var 118 manna áhöfn.
Noregur og Bretland buðust til þess að senda út björgunarleiðangra í kafbátinn. Yfirvöld í Moskvu þáðu ekki þá hjálp og sögðu engar líkur hefðu verið á að… [Lesa meira]
Köttur verður tveim börnum að bana.
„Í borginni Görz í Austurríki bar það til um miðjan janúar síðastl., að tvö börn voru skilin eftir ein í herbergi ásamt stórum ketti. Þetta var 4 ára drengur og 6 ára stúlka. Þau tóku nú að leika sjer að kettinum og voru all harðleikin við hann.
Loks fundu þau upp á því, að binda um rófu hans dagblaðpappír og kveykja svo… [Lesa meira]
Bragðgóði eftirrétturinn var í raun lífshættulegt sníkjudýr
Stöffið (The Stuff) er hryllingsmynd frá 1985 um ljúffengan en dularfullan hvítan eftirrétt.
Maður finnur límkennt hvítt sull í helli einum. Hvíta sullið er afar gott á bragðið og birtist fljótlega í hálfslítersumbúðum merkt THE STUFF í hillum verslana.
Innrás Stöffsins á hinn stóra eftiréttamarkað kemur sér illa fyrir ísframleiðendur og önnur matvælafyrirtæki. Þau leiða því hesta sína saman og ráða… [Lesa meira]
Skurðlæknir kryfur fótinn á sér
Philip Verheyen kryfur eigin afskorinn fót. Málverk af belgíska skurðlækninum Philip Verheyen (1648 – 1711) eftir óþekktan listamann.
Verheyen þessi var í prestsnámi í Leiden um 1675 þegar hann fékk sýkingu í vinstri fótinn og ekki kom annað til greina en að skera hann af. Eftir aðgerðina heimtaði prestsneminn af einhverjum ástæðum að fá að halda afskornum fætinum af sér. Hann sprautaði… [Lesa meira]
Ku Klux Klan-barnið og svarti lögreglumaðurinn
Lítill trítill klæddur í búning kynþáttahatarasamtakanna Ku Klux Klan bregður hér á leik með svörtum lögreglumanni er stóð vörð í bænum Gainesville í Georgíuríki í Suðurríkjunum á meðan fjöldasamkoma KKK fór þar fram á níunda áratugnum.
Þrátt fyrir fötin sem foreldrarnir völdu á krakkann virðist hann ekki áhugasamur um hugmyndafræði þeirra, heldur leiðir forvitnin hann til þessa vinalega svarta lögreglumanns sem… [Lesa meira]

Á 
