Agneta Westlund var fórnarlamb elgs

Konungur sænska skógarins, elgurinn, er tilkomumikið dýr. Hann er bæði háfættur og tignarlegur en einnig stórhættulegur. Argur elgur getur léttilega orðið fullvaxta manneskju að bana.

 

Í september árið 2008 fannst Agneta Westlund látin við vatnið Frisksjön í Loftahammar í Svíþjóð. Bar lík hennar þess merki að hafa verið beitt miklu afli og beindust sjónir lögreglunnar nánast samstundis að eiginmanni Agnetu, Ingemar… [Lesa meira]

Fóturinn sagaður af frönskum hermanni í fyrri heimsstyrjöld

Autochrome-litljósmynd af sjúkraliðum að aflima Zouave-hermann úr Norður-Afríkudeild franska hersins, í Tulette í Suðaustur-Frakklandi, 1915. Ljósmyndarinn er ókunnur.

 

Lemúrinn hefur áður birt litljósmyndir af frönskum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld, bæði við Marne og … [Lesa meira]

Hrottafengin hlið höfuðborgarinnar: Morðkort af Reykjavík

„Reykjavíkurborg á sér fjölmargar hliðar. Alla jafna er hún hlýleg og falleg, lífleg og skemmtileg. En það eru ekki allar þessar hliðar jafn fagrar. Að meðaltali eru framin tvö morð á ári á Íslandi og flest þeirra eru framin í höfuðborginni. Flest eru morðin hrottafengin eins og sjá má á þessari úttekt sem sýnir að fólk er ekki eins óhult… [Lesa meira]

Everest-fjall: Sóðalegt líkhús á hæsta tindi veraldar

Þó stórlega hafi dregið úr því að fjallgöngumenn láti lífið á Everest-fjalli er það enn hættulegur staður. Vegna aðstæðna er erfitt að koma líkum látinna niður af fjallinu og því liggja þeir í opinni gröf í hlíðunum árum saman. Líkin eru ekki það eina sem eftir hefur orðið á fjallinu því rusl og drasl eftir fjallgöngumenn liggur eins og hráviði… [Lesa meira]

Thomas Quick: Sænski raðmorðinginn sem myrti engan

Í rúma tvo áratugi hefur illræmdasta raðmorðingja í sögu Norðurlandanna verið haldið innan veggja réttargeðdeildarinnar í Säter í Svíþjóð. Quick hefur í gegnum tíðina gengist við fjölda ódæðisverka og lýst hrottalegri meðferð á fórnarlömbum sínum, nauðgunum og mannáti fyrir hverjum þeim sem vildi heyra. Það merkilegasta við sögu þessa þekktasta glæpamanns Svíþjóðar er að hann virðist ekki hafa framið neitt… [Lesa meira]

Ítalía árið 1923: Lík hermanns úr fyrri heimsstyrjöld í fjallshlíð

Ljósmynd tekin árið 1923 í hlíðum Marmolada-fjalls á Ítalíu. Fjallgöngumenn finna lík af hermanni í fyrri… [Lesa meira]

Morð og metall í Noregi: Þegar bassaleikarinn myrti gítarleikarann

Þann 10. ágúst árið 1993 var Norðmaðurinn Øystein Aarseth stunginn 23 sinnum — tvisvar í höfuðið, fimm sinnum í hálsinn og sextán sinnum í bakið — fyrir utan íbúð sína í Osló. Øystein, 25 ára gamall, var betur þekktur undir nafninu „Euronymous“ og var gítarleikari í Mayhem, einni fremstu blakkmetal-hljómsveit Noregs.

 

Og morðinginn var bassaleikarinn, „Grishnackh greifi“, öðru nafni Varg Vikernes,… [Lesa meira]

Viðtöl fyrir aftöku: Rætt við dauðadæmda morðingja í kínverskum spjallþætti

Vídjó

Á hverju laugardagskvöldi á árunum 2006-2012 horfðu milljónir Kínverja á sjónvarpsþáttinn Viðtöl fyrir aftöku. Í þessum ótrúlega spjallþætti ræddi fréttakonan Ding Yu við dauðadæmda morðingja. Hugsunin var að morðingjarnir fengju þar tækifæri til að útskýra voðaverk sín og til að flytja síðustu skilaboðin til umheimsins. Stundum fóru viðtölin fram rétt fyrir aftökur og í… [Lesa meira]

Fórnarlömb vesturvígstöðvanna

Fyrri heimsstyrjöldin 1914-1918  kostaði níu milljónir manna lífið. Stríðið þurrkaði út heila kynslóð af ungum mönnum og var á þeim tíma mannskæðasta styrjöld sögunnar. Harðast var barist á vesturvígstöðvunum, þar sem risastórir herir Frakka, Breta, Þjóðverja og að lokum Bandaríkjamanna tókust á innan um stórskotahríð, sinnepsgas og vélbyssuhreiður.

 

Lemúrinn hefur áður birt litljósmyndir frá vesturvígstöðvunum eftir franska ljósmyndarann Jules… [Lesa meira]

Júlíus Birck: Danski kaupmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í Vestmannaeyjum

Þetta er óhugnanleg saga af hræðilegum atburði sem gerðist árið 1851 í Vestmannaeyjum. Danskur maður sprengdi sig í loft upp undir svokölluðum Skansaklettum.

 

Í meira en eina og hálfa öld hefur verið rekinn verslunarrekstur af einhverju tagi í Tanganum í Vestmannaeyjum. Um miðbik 19. aldar var danska myllusmiðnum Johan Julius Frederik Birck úthlutuð lóð á Strandveginum þar sem hann setti á… [Lesa meira]

Viðtal við leigumorðingja í Karachi

Vídjó

Tuttugu milljón manns búa í borginni Karachi í Pakistan. Þar eru mannslíf ódýr, því í borginni starfa mörg hundruð leigumorðingjar. Sumir þeirra ráða menn af dögum fyrir aðeins 700 dollara (u.þ.b. 85 þúsund krónur).

 

Hér sjáum við stutt viðtal blaðamannsins Suroosh Alvi við einn slíkan leigumorðingja. Hann segist hafa myrt 35 manns, finni enga sálarró og noti fíkniefni… [Lesa meira]

Andstyggilegur rasista-tölvuleikur þar sem spilarinn stýrir útrýmingarbúðum

Hér sjáum við skjámynd úr tölvuleiknum KZ Manager, en í honum stýrir spilarinn útrýmingarbúðum. Þessi andstyggilegi rasistatölvuleikur hefur birst í mörgum myndum gegnum árin. Hann dreifðist meðal manna í tölvuheiminum á árunum 1987-1995 og útgáfur voru til fyrir Amiga, Commodore 64, DOS og Windows. Frá þessu greindi Bandaríska dagblaðið New York Times árið 1991.

 

Ógeðsleg gösun.… [Lesa meira]