Kokkurinn sem varð kyntákn

Matur og matreiðsla er eitt vinsælasta afþreyingarefni sem fyrirfinnst í vestrænum prent-eða ljósvakamiðlum. Heilu sjónvarpsstöðvarnar eru helgaðar matreiðslu, ferðalögum á veitingastaði, ferðalögum á framandi staði til að bragða framandi afurðir  – svo ekki sé minnst á alla raunveruleikaþættina þar sem „keppt“ er í matreiðslu.

 

En svona hefur þetta ekki alltaf verið, síður en svo. Eins og með flest annað sem er… [Lesa meira]

Syndsamlegur morgunmatur Mitterands

Margir kannast við réttinn „Eggs Benedict“ þó hann sé vissulega ekki algengur á Íslandi. Er hann snæddur sem morgunverður en satt best að segja er erfitt að ímynda sér ríkulegri leið til að hefja daginn en að gæða sér einmitt á Eggs Benedict. Í stuttu máli þá samanstendur rétturinn af smjörsteiktu brauði, beikonsneið, hleyptu eggi og síðan er hellt yfir… [Lesa meira]

Kanilsnúðar í tilefni dagsins

Mahlzeit verður á persónulegum nótum í tilefni dagsins. Í dag, 8. mars, er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og því um að gera að gera sér glaðan dag og baka jafnvel snúða.

 

Þessi uppskrift er ættuð úr sænskri sósíaldemókratískri og femíniskri matreiðslubók, en úr henni hafa fjölmargar kræsingar litið dagsins ljós og gert barnaafmæli og fermingar ögn bærilegri fyrir fórnarlömb slíkra athafna –… [Lesa meira]

Leiðbeiningar: Heimatilbúinn döner kebap

Þeir Íslendingar sem hafa eytt einhverjum tíma á meginlandi Evrópu kannast sennilega við að grípa með sér döner þegar hungrið steðjar að. Flestir sem þessi uppgrip hafa stundað, kannast sennilega einnig við að hafa verið undir áhrifum áfengis á sama tíma. Eða þá kannast kannski enginn við þetta?

 

Í öllu falli hefur reynst erfitt að verða sér úti um góðan döner… [Lesa meira]

Frá Djengis Khan til Vitabars. Saga hamborgarans (seinni hluti)

Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, treður í sig fyrsta McDonalds-hamborgaranum við opnun stærstu hamborgarakeðju í heimi á Íslandi, 26. október 1993.

 

Bandaríkjamenn telja jafnan hamborgarann sem þjóðarrétt. Þegar fyrri hluta umfjöllunar Mahlzeit um hamborgarann lauk var hann hins vegar staddur í Moskvu, núverandi höfuðborg Rússlands (kommúnistunum verður greinilega allt að vopni). Það skal þó viðurkennast að þá var hamborgarinn ekki svipur hjá… [Lesa meira]

Frá Djengis Khan til Vitabars. Saga hamborgarans (fyrri hluti)

Hamborgarinn er vafalaust einn vinsælasti réttur mannkynssögunnar. Hann er þó tiltölulega nýr af nálinni, þó það fari reyndar eftir því hvernig maður skilgreinir hamborgarann. Hvenær er hamborgari orðinn að hamborgara? Sé aðeins miðað við útflatt hakkabuffið í miðjunni, er hamborgarinn ef til vill ekkert svo nýr eftir allt saman – líklega um 800 ára gamall.

 

Uppruna hugmyndarinnar að fletja út hakkað… [Lesa meira]

Joy Division upptökur í kjallara hjá Jamie Oliver

Kokkar eru ótrúlegir. Nú hefur Jamie Oliver, hinn heimsfrægi breski sjónvarpskokkur, sýnt sannkallaða ofurhetjutilburði – eða bara rambað á fjársjóð fyrir slysni.

 

Vefútgáfa New Musical Express greindi frá því í dag að Oliver hafi fundið svokallaðar masterupptökur (master tapes) frá hljómsveitinni Joy Division, sem og afleiðu hennar New… [Lesa meira]

Hugleiðingar um kanil og kynlíf

Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, er höfundur ljóðabókarinnar Kanill. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf. Umfjöllunarefni Sigríðar er því, eins og titillinn gefur til kynna, kynlíf. Matur og matarafurðir skipa talsverðan sess í myndmáli bókarinnar, oftar en ekki matur sem er samofinn matarsögu okkar Íslendinga – mjólk, grjónagrautur, skyr og, auðvitað, kanill.

 

[Lesa meira]

Rendang er gómsætasti réttur í heimi (staðfest)

Árið 2011 stóð CNN Go fyrir könnun meðal lesenda sinna, um hvaða réttur væri sá gómsætasti í heimi. Fjölmargir kunnuglegir réttir rötuðu á topp 50 listann – svo sem ostborgarinn, kartöfluflögur eða steiktur kjúklingur. En af þessum 50 réttum sem skipuðu listann eru langflestir þeirra frá Asíu, þar á meðal allir réttirnir í efstu 10 sætunum. Lesendurnir sem kusu voru… [Lesa meira]

Kampavín: sannkallaðar guðaveigar!

Hvað er svona sérstakt við kampavín? Það vita væntanlega þeir sem það hafa bragðað. „Hressir, bætir og kætir,“ er ágætis lýsing – en nær þó engan veginn að fanga þennan guðdómlega drykk. Á Íslandi hefur drykkurinn því miður beðið mikla álitshnekki, þar sem hann er og verður ætíð tengdur við hina misheppnuðu útrás og misheppnaðri útrásarvíkinga.

 

En kampavín er bara miklu… [Lesa meira]

Gordon Ramsay borðar hákarl í karlmennskukeppni

Af einhverjum ástæðum hefur Íslendingum þótt það skemmtilegt sport að mana erlenda ferðamenn til að borða hákarl, eða þaðan af verra ómeti. Í þessu myndbroti þurfti þó engan Íslending til. Gordon Ramsay, einn frægasti matreiðslumeistari í heimi, skorar þar á James May, sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Top Gear, í keppni í karlmennsku.

 

Mahlzeit er reyndar hulið hvernig… [Lesa meira]

Frumstæðar framsóknarflatbökur – ekki pizzur!

Mahlzeit er með pizzur á heilanum. Í færslu dagsins ræsum við Delorean-bifreiðina og ferðumst til ársins 1984, nánar tiltekið á síður Tímans – málgagns Framsóknarflokksins. Undir lok Þorrans, eða þann 15. febrúar, birtist í blaðinu metnaðarfull umfjöllun um pizzugerð. Sannast þar með að hinir þjóðlegu meðlimir Framsóknar hafa ekki slegið höndinni á móti framandi réttum frá suðrinu, mögulega búnir… [Lesa meira]