Frá Aleppó fyrir hundrað árum

Mannkynið hefur búið á svæðinu þar sem nú stendur borgin Aleppó í Sýrlandi í árþúsundir. Elstu heimildir um borgina eru fimm þúsund ára gamlar og er hún því vafalaust ein sú elsta í heimi sem enn er búið í.

 

Á þessum fimm þúsund árum hafa ótal þjóðir og innrásarherir komið og farið en borgin alltaf verið á sínum stað, þökk góðrar… [Lesa meira]

Marokkó, Líbanon og Katar í Eurovision?

Þegar fer að vora á hverju ári er einhver sem spyr sig þessarar spurningar: af hverju er Ísrael með í Eurovision? Ísrael er jú ekki í Evrópu!

 

Svarið er auðvitað að þátttökuréttur í þessum fremsta menningarviðburði Vesturlanda er ekki bundinn við hið óljósa landfræðilega hugtak ‘Evrópu’ heldur við aðild í hinu fjölþjóðlega Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Það samband inniheldur, þrátt fyrir nafnið,… [Lesa meira]

Piparkökuhúsaborg í fjöllum Arabíu

Sagan segir að Sem, sonur Nóa, hafi stofnað borgina Sana’a hátt uppi í fjallendinu á suðurhluta Arabíuskaga einhverntímann langt aftur í fornöld. Hvort að það er satt er erfitt að fullyrða, en borgin er sannarlega meðal elstu borga í heimi sem enn er búið í, þar hafa mannverur búið í hátt á þrjú þúsund ár. Á sjöundu og áttundu öld e.… [Lesa meira]

Skólapiltar soldánsins

Á valdatíð soldánsins Abdul-Hamid II var Ottóman-veldið þekkt sem „sjúki maður Evrópu“ og þrátt fyrir tilraunir til nútímavæðingar var þetta víðfemda heimsveldi í stöðugri hningnun.

 

Kannski til þess að telja skeptískum Vesturlöndum trú um að allt væri við ljúfa löð réði soldáninn til sín hóp ljósmyndara sem ferðuðust vítt og breytt um Tyrkjaveldi og tóku myndir af nútímanum: glæsilegum opinberum byggingum,… [Lesa meira]

Mussolini og sverð íslams

Ítalía varð aldrei eins glæst nýlenduveldi eins og önnur ríki Evrópu. Þó gerðu Ítalir sínar tilraunir til þess að öðlast mikilmennsku nýlenduherranna, og lögðu meðal annars undir sig Líbýu og réðu þar ríkjum í skamman tíma, frá 1911 til loka seinni heimsstyrjaldar.

 

Í byrjun tuttugustu aldar var landsvæðið sem nú er Líbýa eini hluti Norður-Afríku sem enn var undir stjórn hins… [Lesa meira]

Landið helga fyrir 120 árum í lit

Myndin hér að ofan sýnir fiskimenn á Galíleuvatni, þar sem nú er Ísraelsríki, fyrir um 120 árum. Myndasafn hins bandaríska Library of Congress inniheldur margan fjársjóðinn. Þar á meðal eru þessar ótrúlegu litmyndir frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, teknar um 1890-1900.

 

Myndirnar eru í raun svokallaðar photochrom-myndir, svarthvítar ljósmyndir sem voru litaðar og steinprentaðar í massavís sem minjagripir handa ferðamönnum.

 

‘Landið helga’… [Lesa meira]

Þegar Vogue og GQ fóru til Írans

Árið 1969 sendi tímaritið Vogue tískuljósmyndarann Henry Clarke til Íran að taka myndir fyrir blaðið. Það var áratug fyrir íslömsku byltinguna og Íran var ekki ógn í vestrænum augum, aðeins heillandi og exótískt. Það þótti því ekkert tiltökumál að bandarískar fyrirsætur væru ljósmyndaðar sprangandi léttklæddar í nýjustu tísku í höllum og guðshúsum Persíu.

 

Svo mjög virðist Íran hafa verið í tísku… [Lesa meira]

Tevélmenni, trommuheilar og fleiri furðutæki úr arabískum fornritum

Tímabilið frá áttundu til þrettándu aldar er oft kallað Gullöld íslams. Á meðan myrkar miðaldir geysuðu í Evrópu blómstraði menning og heimsveldi múslima. Sérstaklega hugvit og vísindi, íslamskir vísindamenn og fjölfræðingar varðveittu og byggðu á vísindaþekkingu fornaldar og gerðu síðan eigin merku uppgötvanir.

 

Einn slíkur fjölfræðingur var Al-Jazari, sem uppi var á 12. öld þar sem nú mætast landamæri Tyrklands, Sýrlands… [Lesa meira]

Rödd Austur-Afríku hljóðnar

Vídjó

Tónlist Súdans fer ekki jafn hátt í „heimstónlistar“-kreðsum á Vesturlöndum og tónlist annara ríkja í nágrenninu, líkt og Egyptalands og Eþíópíu. Súdan býr þó yfir mjög ríkulegri tónlistarmenningu, þar sem mætast afrískir og arabískir tónheimar, og súdönsk tónlist nýtur verðskuldaðra vinsælda víða í löndum Austur-Afríku.

 

Söngvarinn Mohammed Wardi var lengi ein skærasta stjarna súdanskrar tónlistar… [Lesa meira]

Rabbínar og fallhlífahermenn við Grátmúrinn

Tveir réttrúnaðarrabbínar á göngu við Grátmúrinn í Jerúsalem, árið 1935.

 

Grátmúrinn eða Vesturveggurinn stendur við rætur Musterishæðar og er einn heilagasti staður í Gyðingdómi. Múrinn var byggður í kringum árið 20. fyrir Krist sem hluti af viðgerð og endurnýjun Heródusar konungs á musterinu í Jerúsalem. Musterið var jafnað við jörðu árið 70 e.Kr. og er grátmúrinn eitt af fáum ummerkjum um… [Lesa meira]

Jaffa: Arabar, Gyðingar og appelsínur

 

Borgin Jaffa fyrir botni Miðjarðarhafs er ein af elstu hafnarborgum í heimi. Á hana er meðal annars minnst í fornum egypskum ritum, í Biblíunni og í grískum goðsögnum. Nú er nafn hennar ef til vill frægast vegna ávaxtategundar sem er upprunnin í grænu umhverfi borgarinnar: hin steinalausa og safaríka Jaffa-appelsína.

 

Þegar evrópskir Gyðingar byrjuðu að setjast að í Jaffa fengu margir… [Lesa meira]

Gettu hver er að auðga úran

Sú var tíðin að Írönum var ekki hótað öllu illu fyrir afskipti sín af kjarnorku, heldur var æðsti maður íranska ríkisins auglýsingafyrirsæta fyrir bandarísk kjarnorkufyrirtæki.

 

Þetta er konungur Írans, Mohammed Reza Pahlavi, sem hér er prúðbúinn í auglýsingu fyrir orkufyrirtæki á Nýja-Englandi, sem birtist í þarlendum fjölmiðlum á áttunda áratugnum.

 

Markmið auglýsingarinnar var að sannfæra bandaríska neytendur um ágæti kjarnorkuvera. Þar segir… [Lesa meira]