Andalúsíuhundurinn, meistaraverk Salvadors Dalí og Luis Buñuel

Andalúsíuhundurinn leit dagsins ljós árið 1929 – sama ár og kreppan mikla hófst – og var samstarfsverkefni tveggja spænskra meistara, málarans Salvadors Dalí og kvikmyndaleikstjórans Luis Buñuel.

 

Hún var fyrst sýnd í fámennum hópi listamanna í París en varð strax mjög vinsæl og var til sýninga í kvikmyndahúsum í heila átta mánuði.

 

Andalúsíuhundurinn olli miklu fjaðrafoki og hafði gífurleg áhrif á heim… [Lesa meira]

Eyðimörkin árið 1997

Sæmileg fimmtán ára gömul amerísk spennumynd skilur eftir tómleikatilfinningu.

 

Einhvers staðar í vestrinu, miðja vegu á milli Kaliforníu og einskis, eru vegasjoppur þar sem sléttuúlfar með derhúfur liggja í skugganum og bíða eftir fórnarlömbum.

 

Eftirlætis fæða þeirra eru sakleysingjar úr stórborginni. Einn daginn rennur nýlegur og glansandi rauðleitur jeppi eftir þjóðveginum, bílnúmerið er merkt Massachussetts-fylki.

 

Þetta eru greinilega borgarbúar, einhverjir vel greiddir menntamenn… [Lesa meira]

Nóttin sem hann taldi árin

Nóttin sem hann taldi árin, einnig þekkt sem Múmían (Al-Mummia) er af mörgum talin vera ein besta kvikmyndin, ef ekki sú allra besta, í sögu hins líflega kvikmyndaiðnaðar í Egyptalandi. Myndin kom út árið 1971 og var fyrsta kvikmynd leikstjórans Shadi Abdel Salam.

 

Sögusvið myndarinnar er árið 1881, þegar breska heimsveldið er í þann mund að sölsa undir sig Egyptaland. Í suðurhluta… [Lesa meira]

Kettir boxa, kvikmynd Edison frá 1894

Vídjó

Eins og komið hefur fram á Lemúrnum var uppfinningamaðurinn Thomas Edison mikill brautryðjandi í sögu kvikmyndarinnar. Hann framleiddi ýmsar kvikmyndir í stúdíói sínu í New York og árið 1894 leit þessi furðulega stuttmynd dagsins ljós: Kettir í miðjum hnefaleikabardaga.

 

Greinar um Edison á Lemúrnum:

 

Fred Ott hnerrar og kjólklæddar konur í hnefaleikum: Á síð­asta áratug nítj­ándu… [Lesa meira]

M, mynd Fritz Lang

Grimmur barnamorðingi gengur laus á götum Berlínarborgar. Óhugur er í borgarbúum, lögreglunni gengur ekkert að hafa hendur í hári ófreskjunnar. Geta glæpamenn borgarinnar stöðvað hann?

 

M — Eine Stadt sucht einen Mörder var fyrsta talmynd leikstjórans Fritz Lang, eins helsta meistara hinnar blómlegu kvikmyndamenningar Þýskalands millistríðsáranna. Sjálfur taldi Lang M sína bestu mynd. Myndin var sú næstsíðasta sem hann gerði í Þýskalandi, hann flúði… [Lesa meira]

Viðtal við Fritz Lang, meistara myrkursins

„Meistari myrkursins“ – það var viðurnefnið sem austurríski kvikmyndaleikstjórinn Fritz Lang fékk.

 

Hér sjáum við magnað viðtal sem bandaríski leikstjórinn William Friedkin (þekktastur fyrir The French Connection og The Exorcist) tók við átrúnaðargoð sitt Lang, árið 1975.

 

 

Fritz Lang var fæddur í Vínarborg árið 1880 – sem þá var höfuðborg Austurríkis-Ungverjalands, hins gleymda stórveldis í Evrópu sem… [Lesa meira]

Frankenstein: Kvikmynd Edisons frá 1910

Fyrsta kvikmyndin byggð á hryllingssögunni Frankenstein eftir breska rithöfundinn Mary Shelley var kvikmynduð á þremur dögum í kvikmyndaveri Thomasar Edison í Bronx í New York-borg árið 1910.

 

Edison var einn af helstu brautryðjendum kvikmyndatækninnar. Þó Edison sé stundum nefndur sem framleiðandi myndarinnar mun hann þó ekki hafa tekið beinan þátt í gerð Frankenstein.

 

Höfundarréttur Frankenstein er runninn út og því er… [Lesa meira]

Hvít sól eyðimerkurinnar

„Austrið er viðkvæmt mál.“ Svo hljóðar frægasta setningin úr einni frægustu kvikmynd Sovétríkjanna, ‘austranum’ Hvít sól eyðimerkurinnar (Beloe solntse pustyni).

 

Amerískir vestrar nutu vinsælda handan járntjaldsins eins og víðar í heiminum. Í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi og víðar gerðu menn sína eigin „Rauða vestra“ sem áttu að gerast í villta vestri Bandaríkjanna, líkt og hinir ítölsku spagettívestrar. En kvikmyndagerðarmenn í sjálfum Sovétríkjunum sáu minni… [Lesa meira]

Orson Welles í sjónvarpsviðtali tveimur tímum fyrir andlát sitt

Vídjó

Kvikmyndagoðsögnin Orson Welles í viðtali í skemmtiþætti Merv Griffins, 10. október 1985. Welles, sem þarna er sjötugur, var á efri árum vinsæll gestur í viðtalsþáttum í sjónvarpi. Hér ræðir hann afmælisdaga, elli og minningar.

 

Tveimur klukkustundum eftir að viðtalinu lauk fékk Welles hjartaáfall og dó. Hann fannst á heimili sínu í Hollywood, við ritvélina þar… [Lesa meira]

Meginlandið – íslensk stuttmynd

Vídjó

 

Hannes Óli Ágústsson leikur einstakling af dýrategundinni homo sapiens sem lifir í íslenskum aðstæðum. Það snjóar á úlpuna sem merkt er Strætó BS og hann lætur sig dreyma um blíðari skilyrði á meginlandi Evrópu.

 

Leikstjóri er Hallur Örn Árnason.

Um kvikmyndatöku og klippingu sá Arnar Sigurðsson.

Og hljóðið gerði Bára Kristín Axelsdóttir.

 

… [Lesa meira]

Tuttugu og eins árs gamall ljósmyndari að nafni Stanley Kubrick

Þeir sem séð hafa meistaraverk á borð við Dr. Strangelove, 2001: A Space Odyssey og A Clockwork Orange ættu ekki að vera ókunnugir hinu einstaka sjónræna næmi og hugmyndaflugi sem einkennir höfundarverk Stanley Kubrick.

Því kemur það lítt á óvart að áður en að leið hans lá í kvikmyndagerð hafi hinn ungi Kubrick unnið sem ljósmyndari, bæði sjálfstætt starfandi en einnig á… [Lesa meira]

Heimildarmynd um Jack Kerouac

Vídjó

Bítskáldið Jack Kerouac var fæddur hinn 12. mars 1922 í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum og lést aðeins 47 ára gamall í Flórída árið 1969.

 

Hann ólst upp á frönskumælandi heimili og lærði ekki ensku fyrr en um sex ára aldur.

 

Kerouac var einn af forsprökkum bítskáldanna sem stunduðu tilraunastarfsemi í skáldskap um miðja síðustu öld, nokkurs konar… [Lesa meira]